Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2017 11:15 Frá skemmtun á Kópavogshælinu þegar ljósmyndarar fengu að mæta og taka myndir. Óhætt er að segja að myndin sé ekki lýsandi fyrir starfsemina á hælinu miðað við niðurstöðu skýrsluhöfunda. Vísir/GVA „Ég átti bróður á Kópavogshælinu. Hann var blindur og með heilarýrnun, sérlega ljúfur drengur og skapgóður og unni tónlist, einkum sígildri. Hann fór ekki á hælið vegna þess að hann væri til vandræða heldur vegna þess að heimilisaðstæður gerðu það nauðsynlegt,“ segir Haukur Már Haraldsson í pistli á Facebook. Haukur stígur fram í kjölfar skýrslu sem Vistheimilanefnd skilaði í gær. Þar kemur fram að börn vistuð á Efra-Seli og barnadeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 máttu í einhverjum mæli sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi auk harðræðis á meðan á vistun stóð. Í samtali við Vísi segir Haukur að skýrslan hafi í raun verið staðfesting á því sem fjölskyldan vissi í tilfelli bróður hans. Hins vegar hafi fjölskyldan ekki haft yfirsýn yfir starfsemi hælisins en vitað að hælið væri vondur staður.Átti að vera von en reyndist tálsýn Haukur segir að með umfjöllun um skýrsluna hafi rifjast upp fyrir honum ár og atvik sem sannarlega mættu vera gleymd en nauðsynlegt sé að rifja upp, þótt ekki sé nema til að læra af þeim. Á hælinu hafi verið von fyrir bróðurinn fengi þá fræðslu og umhyggju sem hann þurfti. Það hafi reynst tálsýn. „Það er eftirminnilegt að foreldrum okkar voru sporin þung þegar þau fóru að heimsækja frumburðinn sinn á fávitahælið, eins og það hét. Og þau grétu þegar þau komu heim úr þessum heimsóknum. Stundum fórum við systkinin með og kynntumst þannig þessum skelfilega stað.“ Fötlunin, blindan, hafi gert bróður Hauks að auðveldu fórnarlambi.Haukur Már Haraldsson segir að bróðir sinn hafi dáið hamingjusamur fyrir ellefu árum. Sem betur fer sé umönnun fatlaðra betri í dag.Borðaði hratt svo enginn tæki af honum matinn „Þarna voru allir vistmenn hverrar deildar í sameiginlegu rými og hann var varnarlaus gagnvart þörf sambýlinga sinna til að taka frá honum matinn eða, það sem verra var, að ganga í skrokk á honum. Hann var eilíflega krambúleraður í framan, með sár og bólgur eftir barsmíðar. Þetta umhverfi kom honum upp á matarvenjur sem hann hélt til dauðadags, þótt hann væri þá kominn í allt annað og yndislegra umhverfi,“ segir Haukur. Bróðir hans hafi þurft að passa upp á að fá að borða matinn sinn. „Hann tróð í sig matnum til að koma í veg fyrir að hann yrði tekinn af honum. Uppáhaldsdrykkurinn hans var Kók í flösku. Hann tók flöskuna og sturtaði úr henni upp í sig til að vera viss um að fá eitthvað áður einhver tæki flöskuna af honum. Hans varnaraðgerðir.“ Sárast brenni í minningunni þegar hann átti eitt sinn að fara í sitt vikulega bað.Skaðbrenndist „Hann var settur í baðkerið og sá sem baða átti hann skrúfaði frá vatninu og skrapp svo frá. Hann hins vegar gleymdi að skrúfa frá kalda vatninu, þannig að þegar hann kom aftur úr skreppnum sat bróðir minn í sjóðandi heitu vatni upp fyrir læri og kveinkaði sér. Hann skaðbrenndist og lá milli heims og helju á Landspítalanum í nokkrar vikur. Og síðan áfram meðan sárin voru að gróa. Eftir þetta gat hann ekki gengið svo vel væri, þar sem sárin gréru illa og örin tóku í þegar hann hreyfði sig.“ Í ljós kom á sjúkrahúsinu að bróðirinn var með svo mikinn njálg að starfsfólkið þar sagðist aldrei hafa séð annað eins. „Þannig að ekki var umhirðan merkileg á hælinu.“ Bróðir Hauks dó fyrir ellefu árum og var ákaflega hamingjusamur að sögn Hauks.Blessunarlega orðið breyting í umönnun „Síðustu árin bjó hann á sambýli við sjávarsíðuna í Garðabænum, með fólki sem honum þótti vænt um og sem þótti vænt um hann. Þangað var gaman að heimsækja hann. Þannig hafa breytingarnar blessunarlega orðið í umönnun fatlaðra frá því á hörmungarárunum í Kópavogshæli.“ Lög um sanngirnisbætur voru samþykkt árið 2010 vegna vistheimila á borð við Kópavogshæli þar sem brotið var á börnum. Í fjárlögum fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að 80 milljónir króna fari í að greiða sanngirnisbrætur vegna meðferðarinnar sem börn urðu fyrir á Kópavogshæli.Færslu Hauks má sjá í heild hér að neðan og þar að neðan skýrslu nefndarinnar í heild sinni. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Ég átti bróður á Kópavogshælinu. Hann var blindur og með heilarýrnun, sérlega ljúfur drengur og skapgóður og unni tónlist, einkum sígildri. Hann fór ekki á hælið vegna þess að hann væri til vandræða heldur vegna þess að heimilisaðstæður gerðu það nauðsynlegt,“ segir Haukur Már Haraldsson í pistli á Facebook. Haukur stígur fram í kjölfar skýrslu sem Vistheimilanefnd skilaði í gær. Þar kemur fram að börn vistuð á Efra-Seli og barnadeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 máttu í einhverjum mæli sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi auk harðræðis á meðan á vistun stóð. Í samtali við Vísi segir Haukur að skýrslan hafi í raun verið staðfesting á því sem fjölskyldan vissi í tilfelli bróður hans. Hins vegar hafi fjölskyldan ekki haft yfirsýn yfir starfsemi hælisins en vitað að hælið væri vondur staður.Átti að vera von en reyndist tálsýn Haukur segir að með umfjöllun um skýrsluna hafi rifjast upp fyrir honum ár og atvik sem sannarlega mættu vera gleymd en nauðsynlegt sé að rifja upp, þótt ekki sé nema til að læra af þeim. Á hælinu hafi verið von fyrir bróðurinn fengi þá fræðslu og umhyggju sem hann þurfti. Það hafi reynst tálsýn. „Það er eftirminnilegt að foreldrum okkar voru sporin þung þegar þau fóru að heimsækja frumburðinn sinn á fávitahælið, eins og það hét. Og þau grétu þegar þau komu heim úr þessum heimsóknum. Stundum fórum við systkinin með og kynntumst þannig þessum skelfilega stað.“ Fötlunin, blindan, hafi gert bróður Hauks að auðveldu fórnarlambi.Haukur Már Haraldsson segir að bróðir sinn hafi dáið hamingjusamur fyrir ellefu árum. Sem betur fer sé umönnun fatlaðra betri í dag.Borðaði hratt svo enginn tæki af honum matinn „Þarna voru allir vistmenn hverrar deildar í sameiginlegu rými og hann var varnarlaus gagnvart þörf sambýlinga sinna til að taka frá honum matinn eða, það sem verra var, að ganga í skrokk á honum. Hann var eilíflega krambúleraður í framan, með sár og bólgur eftir barsmíðar. Þetta umhverfi kom honum upp á matarvenjur sem hann hélt til dauðadags, þótt hann væri þá kominn í allt annað og yndislegra umhverfi,“ segir Haukur. Bróðir hans hafi þurft að passa upp á að fá að borða matinn sinn. „Hann tróð í sig matnum til að koma í veg fyrir að hann yrði tekinn af honum. Uppáhaldsdrykkurinn hans var Kók í flösku. Hann tók flöskuna og sturtaði úr henni upp í sig til að vera viss um að fá eitthvað áður einhver tæki flöskuna af honum. Hans varnaraðgerðir.“ Sárast brenni í minningunni þegar hann átti eitt sinn að fara í sitt vikulega bað.Skaðbrenndist „Hann var settur í baðkerið og sá sem baða átti hann skrúfaði frá vatninu og skrapp svo frá. Hann hins vegar gleymdi að skrúfa frá kalda vatninu, þannig að þegar hann kom aftur úr skreppnum sat bróðir minn í sjóðandi heitu vatni upp fyrir læri og kveinkaði sér. Hann skaðbrenndist og lá milli heims og helju á Landspítalanum í nokkrar vikur. Og síðan áfram meðan sárin voru að gróa. Eftir þetta gat hann ekki gengið svo vel væri, þar sem sárin gréru illa og örin tóku í þegar hann hreyfði sig.“ Í ljós kom á sjúkrahúsinu að bróðirinn var með svo mikinn njálg að starfsfólkið þar sagðist aldrei hafa séð annað eins. „Þannig að ekki var umhirðan merkileg á hælinu.“ Bróðir Hauks dó fyrir ellefu árum og var ákaflega hamingjusamur að sögn Hauks.Blessunarlega orðið breyting í umönnun „Síðustu árin bjó hann á sambýli við sjávarsíðuna í Garðabænum, með fólki sem honum þótti vænt um og sem þótti vænt um hann. Þangað var gaman að heimsækja hann. Þannig hafa breytingarnar blessunarlega orðið í umönnun fatlaðra frá því á hörmungarárunum í Kópavogshæli.“ Lög um sanngirnisbætur voru samþykkt árið 2010 vegna vistheimila á borð við Kópavogshæli þar sem brotið var á börnum. Í fjárlögum fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að 80 milljónir króna fari í að greiða sanngirnisbrætur vegna meðferðarinnar sem börn urðu fyrir á Kópavogshæli.Færslu Hauks má sjá í heild hér að neðan og þar að neðan skýrslu nefndarinnar í heild sinni.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00
Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30