Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 16:03 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu, segir Bjarni Benediktsson í yfirlýsingu forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna skýrslu nefndar sem var skipuð til að kanna vistun barna á Kópavogshæli 1952 til 1993. Í yfirlýsingunni biður Bjarni þá sem voru vistaðir sem börn á Kópavogshælinu og fjölskyldur þeirra afsökunar á þeirri ómannúðlega meðferð og margháttuðu vanrækslu sem börnin buggu við á hælinu. Hann segir að á grundvelli laga um sanngirnisbætur verði unnið að því að bæta þeim sem urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð þann skaða sem af því hefur hlotist. Skýrslan var rædd á fundi ríkisstjórnar í dag en Bjarni segir að eins og lesa megi í skýrslu nefndarinnar hafði Kópavogshælið ákveðna sérstöðu en önnur vistheimili áttu þó margt sammerkt með hælinu. „Ljóst er að af rannsókn nefndarinnar má draga ýmsan lærdóm um stöðu fatlaðra barna og foreldra þeirra og almennt um aðbúnað fatlaðs fólks á stofnunum,“ segir Bjarni. Hann segist afar þakklátur að þessu máli hafi verið gerð svo vönduð og góð skil og telur það mikilvægan hluta af uppgjör við þetta tímabil í sögu þjóðarinnar. Hann beinir því næst orðum sínum til allra þeirra sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshælinu og fjölskyldna þeirra: „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á þeirri ómannúðlegu meðferð og margháttuðu vanrækslu sem börn bjuggu við á Kópavogshælinu. Sömuleiðis bið ég afsökunar allt fatlað fólk, börn og fullorðna, sem hefur verið vistað á stofnunum hér á landi og sætt þar ofbeldi eða illri meðferð. Sár reynsla verður aldrei bætt að fullu, en á grundvelli laga um sanngirnisbætur verður nú unnið að því að bæta þeim sem urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð þann skaða sem af því hefur hlotist, að því marki sem það er unnt. Þá eru ráðherrar nú að fara yfir tillögur sem settar eru fram í skýrslunni og meta til hvaða ráðstafana verður gripið í því skyni að standa vörð um mannréttindi fatlaðs fólks í íslensku samfélagi.“ Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Nýjar leiðir kannaðar á uppgjöri sanngirnisbóta Vistheimilanefnd gerir athugasemdir við fyrirkomulag á könnun og uppgjöri sanngirnisbóta. Tillögur nefndarinnar eru að stærstum hluta þær sömu og 2011. 9. febrúar 2017 06:00 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Aðstandendur lýsa aðstæðum á Kópavogshæli: "Hann bíður þess ekki bætur að hafa verið þarna“ Systir og mágur manns sem dvaldi á kópavogshæli í tæp þrjátíu ár, segja aðstæður á deild sem hann var vistaður á sem barn hafa verið skelfilegar. Hann muni ekki bíða þess bætur að hafa dvalið þar. 8. febrúar 2017 19:15 Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu, segir Bjarni Benediktsson í yfirlýsingu forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna skýrslu nefndar sem var skipuð til að kanna vistun barna á Kópavogshæli 1952 til 1993. Í yfirlýsingunni biður Bjarni þá sem voru vistaðir sem börn á Kópavogshælinu og fjölskyldur þeirra afsökunar á þeirri ómannúðlega meðferð og margháttuðu vanrækslu sem börnin buggu við á hælinu. Hann segir að á grundvelli laga um sanngirnisbætur verði unnið að því að bæta þeim sem urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð þann skaða sem af því hefur hlotist. Skýrslan var rædd á fundi ríkisstjórnar í dag en Bjarni segir að eins og lesa megi í skýrslu nefndarinnar hafði Kópavogshælið ákveðna sérstöðu en önnur vistheimili áttu þó margt sammerkt með hælinu. „Ljóst er að af rannsókn nefndarinnar má draga ýmsan lærdóm um stöðu fatlaðra barna og foreldra þeirra og almennt um aðbúnað fatlaðs fólks á stofnunum,“ segir Bjarni. Hann segist afar þakklátur að þessu máli hafi verið gerð svo vönduð og góð skil og telur það mikilvægan hluta af uppgjör við þetta tímabil í sögu þjóðarinnar. Hann beinir því næst orðum sínum til allra þeirra sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshælinu og fjölskyldna þeirra: „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á þeirri ómannúðlegu meðferð og margháttuðu vanrækslu sem börn bjuggu við á Kópavogshælinu. Sömuleiðis bið ég afsökunar allt fatlað fólk, börn og fullorðna, sem hefur verið vistað á stofnunum hér á landi og sætt þar ofbeldi eða illri meðferð. Sár reynsla verður aldrei bætt að fullu, en á grundvelli laga um sanngirnisbætur verður nú unnið að því að bæta þeim sem urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð þann skaða sem af því hefur hlotist, að því marki sem það er unnt. Þá eru ráðherrar nú að fara yfir tillögur sem settar eru fram í skýrslunni og meta til hvaða ráðstafana verður gripið í því skyni að standa vörð um mannréttindi fatlaðs fólks í íslensku samfélagi.“
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Nýjar leiðir kannaðar á uppgjöri sanngirnisbóta Vistheimilanefnd gerir athugasemdir við fyrirkomulag á könnun og uppgjöri sanngirnisbóta. Tillögur nefndarinnar eru að stærstum hluta þær sömu og 2011. 9. febrúar 2017 06:00 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Aðstandendur lýsa aðstæðum á Kópavogshæli: "Hann bíður þess ekki bætur að hafa verið þarna“ Systir og mágur manns sem dvaldi á kópavogshæli í tæp þrjátíu ár, segja aðstæður á deild sem hann var vistaður á sem barn hafa verið skelfilegar. Hann muni ekki bíða þess bætur að hafa dvalið þar. 8. febrúar 2017 19:15 Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00
Nýjar leiðir kannaðar á uppgjöri sanngirnisbóta Vistheimilanefnd gerir athugasemdir við fyrirkomulag á könnun og uppgjöri sanngirnisbóta. Tillögur nefndarinnar eru að stærstum hluta þær sömu og 2011. 9. febrúar 2017 06:00
Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29
Aðstandendur lýsa aðstæðum á Kópavogshæli: "Hann bíður þess ekki bætur að hafa verið þarna“ Systir og mágur manns sem dvaldi á kópavogshæli í tæp þrjátíu ár, segja aðstæður á deild sem hann var vistaður á sem barn hafa verið skelfilegar. Hann muni ekki bíða þess bætur að hafa dvalið þar. 8. febrúar 2017 19:15
Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30
Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15