Bjarni fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar vegna Kópavogshælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 15:53 Bryndís Snæbjörnsdóttir, Haraldur Ólafsson og Bjarni Benediktsson funduðu í dag. mynd/þroskahjálp Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, sem hittu Bjarna í dag en í liðinni viku kom út svört skýrsla um starfsemi hælisins sem var starfrækt á árunum 1952 til 1993. Í skýrslunni er að finna sláandi lýsingar á aðbúnaði og daglegu lífi á hælinu en þar voru börn og fullorðnir vistaðir saman og máttu þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á fundinum með ráðherra í dag lögðu þau Bryndís og Haraldur áherslu á það að íslensk stjórnvöld geri eins fljótt og auðið er breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu svo það megi tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk. Þá segir jafnframt um fundinn á vef Þroskahjálpar: „Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja framfylgja.“ Tengdar fréttir Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, sem hittu Bjarna í dag en í liðinni viku kom út svört skýrsla um starfsemi hælisins sem var starfrækt á árunum 1952 til 1993. Í skýrslunni er að finna sláandi lýsingar á aðbúnaði og daglegu lífi á hælinu en þar voru börn og fullorðnir vistaðir saman og máttu þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á fundinum með ráðherra í dag lögðu þau Bryndís og Haraldur áherslu á það að íslensk stjórnvöld geri eins fljótt og auðið er breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu svo það megi tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk. Þá segir jafnframt um fundinn á vef Þroskahjálpar: „Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja framfylgja.“
Tengdar fréttir Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15
Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03