Bjarni fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar vegna Kópavogshælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 15:53 Bryndís Snæbjörnsdóttir, Haraldur Ólafsson og Bjarni Benediktsson funduðu í dag. mynd/þroskahjálp Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, sem hittu Bjarna í dag en í liðinni viku kom út svört skýrsla um starfsemi hælisins sem var starfrækt á árunum 1952 til 1993. Í skýrslunni er að finna sláandi lýsingar á aðbúnaði og daglegu lífi á hælinu en þar voru börn og fullorðnir vistaðir saman og máttu þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á fundinum með ráðherra í dag lögðu þau Bryndís og Haraldur áherslu á það að íslensk stjórnvöld geri eins fljótt og auðið er breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu svo það megi tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk. Þá segir jafnframt um fundinn á vef Þroskahjálpar: „Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja framfylgja.“ Tengdar fréttir Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. Það voru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, sem hittu Bjarna í dag en í liðinni viku kom út svört skýrsla um starfsemi hælisins sem var starfrækt á árunum 1952 til 1993. Í skýrslunni er að finna sláandi lýsingar á aðbúnaði og daglegu lífi á hælinu en þar voru börn og fullorðnir vistaðir saman og máttu þola illa meðferð, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á fundinum með ráðherra í dag lögðu þau Bryndís og Haraldur áherslu á það að íslensk stjórnvöld geri eins fljótt og auðið er breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu svo það megi tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk. Þá segir jafnframt um fundinn á vef Þroskahjálpar: „Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja framfylgja.“
Tengdar fréttir Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15
Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03