Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 15:24 Bandaríska sendiráðið í Havana. Löndin tvö tóku upp formlegt samband fyrir tveimur árum eftir fimmtíu ára óvild. Vísir/AFP Bandarísk stjórnvöld hafa rekið tvo kúbanska erindreka úr landi í kjölfar þess að starfsmenn í sendiráði þeirra í Havana veiktust við undarlegar kringumstæður. Sendiráðsstarfsmennirnir eru sagðir þjást af heyrnartapi.AP-fréttastofan segir frá því að heyrnartapið gæti tengst einhvers konar leynilegu tæki sem gefur frá sér hljóð sem mannleg heyrn greinir ekki en geta valdið heyrnarleysi. Haft er eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að rannsókn hafi leitt í ljós að slík tæki hafi verið notuð gegn sendiráðsmönnunum annað hvort inni á heimilum þeirra eða fyrir utan þau.Þriðja ríki gæti borið ábyrgðinaFimm starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Havana, þar á meðal makar, eru sagðir hafa orðið fyrir heyrnartapi, fyrst seint á síðasta ári. Rannsakendur útiloka ekki að útsendarar annars ríkis, til dæmis Rússlands, gætu staðið að baki atvikunum. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segist þó ekki hafa nein skýr svör um orsakir eða uppruna atvikanna á reiðum höndum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld á Kúbu segja brottrekstur erindreka sinna tilefnislausan en að þau séu að rannsaka málið. Lýsa þau sig reiðubúin að vinna með bandarískum stjórnvöldum að varpa ljósi á það. „Kúba hefur aldrei og myndi aldrei heimila að kúbanskt landsvæði væri notað undir nokkurs konar aðgerðir gegn opinberum erindrekum eða fjölskyldum þeirra,“ segir utanríkisráðuneyti Kúbu. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa rekið tvo kúbanska erindreka úr landi í kjölfar þess að starfsmenn í sendiráði þeirra í Havana veiktust við undarlegar kringumstæður. Sendiráðsstarfsmennirnir eru sagðir þjást af heyrnartapi.AP-fréttastofan segir frá því að heyrnartapið gæti tengst einhvers konar leynilegu tæki sem gefur frá sér hljóð sem mannleg heyrn greinir ekki en geta valdið heyrnarleysi. Haft er eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að rannsókn hafi leitt í ljós að slík tæki hafi verið notuð gegn sendiráðsmönnunum annað hvort inni á heimilum þeirra eða fyrir utan þau.Þriðja ríki gæti borið ábyrgðinaFimm starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Havana, þar á meðal makar, eru sagðir hafa orðið fyrir heyrnartapi, fyrst seint á síðasta ári. Rannsakendur útiloka ekki að útsendarar annars ríkis, til dæmis Rússlands, gætu staðið að baki atvikunum. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segist þó ekki hafa nein skýr svör um orsakir eða uppruna atvikanna á reiðum höndum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld á Kúbu segja brottrekstur erindreka sinna tilefnislausan en að þau séu að rannsaka málið. Lýsa þau sig reiðubúin að vinna með bandarískum stjórnvöldum að varpa ljósi á það. „Kúba hefur aldrei og myndi aldrei heimila að kúbanskt landsvæði væri notað undir nokkurs konar aðgerðir gegn opinberum erindrekum eða fjölskyldum þeirra,“ segir utanríkisráðuneyti Kúbu.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira