Undirbýr málssókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2017 07:18 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vinnur nú að framboð hins nýja Miðflokks, ásamt því að skrifa bók um baráttu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við vogunarsjóði VÍSIR/AUÐUNN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður undirbúa málsókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um fjármál hans og eiginkonu hans í tengslum við eignarhaldið á aflandsfélaginu Wintris. Sigmundur vill ekki gefa upp að svo stöddu hvaða fjölmiðla um ræðir en Morgunblaðið ýjar að því að um sé að ræða Ríkisútvarpið, Kjarnann og Stundina. Miðlarnir hafi unnið upp úr gögnum sem lekið var frá lögmannstofunni Mossack Fonseca á Panama í samvinnu við Reykjavík Media.Sjá einnig: Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Sigmundur segir málsóknirnar hafa verið lengi í bígerð en að þær muni líklega bíða fram yfir kosningar. Takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að sitja lengi „undir hreinum ósannindum,“ segir hann jafnframt í samtali við Morgunblaðið. Hann segist ósáttur við að Ríkisútvarpið hafi ekki orðið við kröfu hans um afsökunarbeiðni og að hann hafi vonast til að „menn sæju að sér eftir því sem málin skýrðust.“ Það gangi ekki að „svona stór og mikilvæg stofnun, sem er haldið uppi af skattgreiðendum, komist upp með svona framgöngu án þess einu sinni að vera reiðubúin að skoða málið, hvað þá að biðjast afsökunar.“Sigmundur tekur í sama streng í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu.“ Tengdar fréttir Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Leiðrétting á skattframtölum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra, skilar sér í því að hjónin greiða lægri upphæð í ríkissjóð en þau hefðu ella gert. 3. október 2017 06:00 Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Meðan ýmsir tala um galinn spuna Sigmundar Davíðs eru aðrir sem telja RÚV hafa framið landráð. 2. október 2017 13:24 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður undirbúa málsókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um fjármál hans og eiginkonu hans í tengslum við eignarhaldið á aflandsfélaginu Wintris. Sigmundur vill ekki gefa upp að svo stöddu hvaða fjölmiðla um ræðir en Morgunblaðið ýjar að því að um sé að ræða Ríkisútvarpið, Kjarnann og Stundina. Miðlarnir hafi unnið upp úr gögnum sem lekið var frá lögmannstofunni Mossack Fonseca á Panama í samvinnu við Reykjavík Media.Sjá einnig: Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Sigmundur segir málsóknirnar hafa verið lengi í bígerð en að þær muni líklega bíða fram yfir kosningar. Takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að sitja lengi „undir hreinum ósannindum,“ segir hann jafnframt í samtali við Morgunblaðið. Hann segist ósáttur við að Ríkisútvarpið hafi ekki orðið við kröfu hans um afsökunarbeiðni og að hann hafi vonast til að „menn sæju að sér eftir því sem málin skýrðust.“ Það gangi ekki að „svona stór og mikilvæg stofnun, sem er haldið uppi af skattgreiðendum, komist upp með svona framgöngu án þess einu sinni að vera reiðubúin að skoða málið, hvað þá að biðjast afsökunar.“Sigmundur tekur í sama streng í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu.“
Tengdar fréttir Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Leiðrétting á skattframtölum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra, skilar sér í því að hjónin greiða lægri upphæð í ríkissjóð en þau hefðu ella gert. 3. október 2017 06:00 Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Meðan ýmsir tala um galinn spuna Sigmundar Davíðs eru aðrir sem telja RÚV hafa framið landráð. 2. október 2017 13:24 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Leiðrétting á skattframtölum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra, skilar sér í því að hjónin greiða lægri upphæð í ríkissjóð en þau hefðu ella gert. 3. október 2017 06:00
Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Meðan ýmsir tala um galinn spuna Sigmundar Davíðs eru aðrir sem telja RÚV hafa framið landráð. 2. október 2017 13:24