Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. október 2017 06:00 Óljóst er hve mikill sparnaðurinn er fyrir hjónin Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og Sigmund Davíð en hann kemur til á næstu árum sem aukafrádráttur. Endurákvörðun Ríkisskattstjóra (RSK) á opinberum gjöldum hjónanna Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér að þegar upp er staðið munu þau greiða minna en þau greiddu samkvæmt fyrri skattskilum. Þetta segir Sigmundur Davíð við Fréttablaðið. „Það er enn óljóst hversu mikill heildarsparnaðurinn verður því hann kemur að miklu leyti til á næstu árum í formi skattafrádráttar,“ segir Sigmundur. Fréttablaðið fór fram á það að gögn yrðu lögð fram sem styddu fullyrðinguna að á heildina litið fælist hagræði í þessu. Ekki var unnt að verða við þeirri beiðni í gær. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu,“ segir Sigmundur. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að hjónin hefðu óskað eftir því í maí 2016 að RSK leiðrétti skattframtöl þeirra gjaldárin 2011 til og með 2015. Leiðréttingin varðaði félag í hennar eigu, Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Í erindi hjónanna til RSK kemur fram að eignir Wintris hefðu verið taldar fram sem eignir Önnu og tekjur af félaginu taldar fram sem fjármagnstekjur hennar. Þessari tilhögun hafi hún ekki breytt eftir lögfestingu CFC-reglna, sem kveða meðal annars á um að greiða skuli tekjuskatt hér af hagnaði félags sem íslenskur skattaðili á en er í lágskattaríki eins og Wintris, árið 2009. „Í því sambandi hefði verið horft til yfirlýsts tilgangs með reglunum, sem væri að sporna við skattundanskotum, en kærendur hefðu talið að framtalsmáti þeirra samrýmdist þessum tilgangi,“ sagði í erindinu. Þá var tekið fram að það hefði „hugsanlega verið réttara“ að haga skattskilum samkvæmt efni reglnanna. Með erindinu fylgdu gögn sem varða Wintris. Ákvörðun RSK fól í sér að gjaldstofn vegna tekjuskatts og útsvars var hækkaður en gjaldstofn vegna fjármagnstekjuskatts var lækkaður. Auðlegðarskattur var endurákvarðaður en ekki kemur fram hvort það hafi verið til hækkunar eða lækkunar. Undu hjónin þeirri niðurstöðu. Hluti ákvörðunarinnar var kærður til yfirskattanefndar. Sneri sá hluti málsins að færslu vegna gengisbreytinga á þeim grundvelli að ekki væri til að dreifa gengishagnaði eða gengisbreytingum af starfsemi Wintris. Yfirskattanefnd komst hins vegar að annarri niðurstöðu og féllst á kröfur Önnu og Sigmundar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að skattlagning á grundvelli CFC-reglnanna gerði ráð fyrir því að tekjur hins íslenska skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði séu skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi. Frá því væru þó sérstaklega tilgreindar undantekningar. Taka hefði þurft sérstaklega fram ef slíkt ætti ekki að gilda um færslu gengismunar. Niðurstaðan fól meðal annars í sér að uppsafnað ónotað frádráttarbært tap þeirra varð 162 milljónir króna í stað 50 milljóna. Þá endurgreiddi skatturinn þeim 25 milljónir sem áður höfðu verið ofgreiddar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30 Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Endurákvörðun Ríkisskattstjóra (RSK) á opinberum gjöldum hjónanna Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér að þegar upp er staðið munu þau greiða minna en þau greiddu samkvæmt fyrri skattskilum. Þetta segir Sigmundur Davíð við Fréttablaðið. „Það er enn óljóst hversu mikill heildarsparnaðurinn verður því hann kemur að miklu leyti til á næstu árum í formi skattafrádráttar,“ segir Sigmundur. Fréttablaðið fór fram á það að gögn yrðu lögð fram sem styddu fullyrðinguna að á heildina litið fælist hagræði í þessu. Ekki var unnt að verða við þeirri beiðni í gær. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu,“ segir Sigmundur. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að hjónin hefðu óskað eftir því í maí 2016 að RSK leiðrétti skattframtöl þeirra gjaldárin 2011 til og með 2015. Leiðréttingin varðaði félag í hennar eigu, Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Í erindi hjónanna til RSK kemur fram að eignir Wintris hefðu verið taldar fram sem eignir Önnu og tekjur af félaginu taldar fram sem fjármagnstekjur hennar. Þessari tilhögun hafi hún ekki breytt eftir lögfestingu CFC-reglna, sem kveða meðal annars á um að greiða skuli tekjuskatt hér af hagnaði félags sem íslenskur skattaðili á en er í lágskattaríki eins og Wintris, árið 2009. „Í því sambandi hefði verið horft til yfirlýsts tilgangs með reglunum, sem væri að sporna við skattundanskotum, en kærendur hefðu talið að framtalsmáti þeirra samrýmdist þessum tilgangi,“ sagði í erindinu. Þá var tekið fram að það hefði „hugsanlega verið réttara“ að haga skattskilum samkvæmt efni reglnanna. Með erindinu fylgdu gögn sem varða Wintris. Ákvörðun RSK fól í sér að gjaldstofn vegna tekjuskatts og útsvars var hækkaður en gjaldstofn vegna fjármagnstekjuskatts var lækkaður. Auðlegðarskattur var endurákvarðaður en ekki kemur fram hvort það hafi verið til hækkunar eða lækkunar. Undu hjónin þeirri niðurstöðu. Hluti ákvörðunarinnar var kærður til yfirskattanefndar. Sneri sá hluti málsins að færslu vegna gengisbreytinga á þeim grundvelli að ekki væri til að dreifa gengishagnaði eða gengisbreytingum af starfsemi Wintris. Yfirskattanefnd komst hins vegar að annarri niðurstöðu og féllst á kröfur Önnu og Sigmundar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að skattlagning á grundvelli CFC-reglnanna gerði ráð fyrir því að tekjur hins íslenska skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði séu skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi. Frá því væru þó sérstaklega tilgreindar undantekningar. Taka hefði þurft sérstaklega fram ef slíkt ætti ekki að gilda um færslu gengismunar. Niðurstaðan fól meðal annars í sér að uppsafnað ónotað frádráttarbært tap þeirra varð 162 milljónir króna í stað 50 milljóna. Þá endurgreiddi skatturinn þeim 25 milljónir sem áður höfðu verið ofgreiddar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30 Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fór fram á það að skattframtöl sín fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. 2. október 2017 04:30
Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00