Íslendingaliðið Norrköping vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum þegar liðið lagði Göteborg að velli, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Norrköping er í 2. sæti deildarinnar.
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í miðri vörn Norrköping sem hefur nú haldið hreinu í tveimur leikjum í röð.
Guðmundur Þórarinsson var einnig í byrjunarliði Norrköping en var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson sátu allan tímann á bekknum.
Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður á 47. mínútu í liði Göteborg sem er í 11. sæti deildarinnar.
Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson léku allan leikinn þegar Hammarby vann 3-1 sigur á Djurgården á heimavelli. Arnór Smárason var fjarri góðu gamni.
Hammarby, sem hefur aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu, er í 7. sæti með 18 stig.

