Verzló afbókaði Ingó vegna skoðana hans á Free the Nipple Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 14:08 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, var afbókaður af tónleikum í Verzlunarskóla Íslands eftir að nemendur skólans lögðust gegn því að hann spilaði þar.Ingó sagði frá þessu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi um þetta mál í tengslum við það að Egill Einarsson var nýverið afbókaður sem plötusnúður á lokaballi Verzlunarskólans eftir að nemendur lögðust gegn því að hann myndi spila þar.Ingó segist hafa blandað sér í umræðuna um Free The Nipple-byltinguna í janúar síðastliðnum þar sem hann sagðist ekki sammála baráttufólki um mikilvægi þess átaks. Í kjölfar þeirrar umræðu var haft samband við hann frá Verzlunarskólanum þar sem honum var tjáð að femínistafélag skólans hefði lagst gegn því að hann myndi spila á sal skólans í einu hádeginu og var hann því afbókaður. Í Harmageddon sagði Ingó tilgang femínismans vera góðan og að nánast allir væru þeirrar skoðunar að jafnrétti eigi að ríkja milli kynjanna. Hann sé hins vegar ekki endilega sammála hvaða aðferðum sé beitt til að ná því markmiði.Í fyrra blandaði Ingó sér einnig í umræðuna um kynjakvóta þegar kemur að tónlistarmönnum sem troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Var það skoðun Ingó að kynjakvóti á listamenn sem koma fram á Þjóðhátíð geri lítið úr konum sem listamönnum.Ingó sagði í Harmageddon í morgun að þó honum finnist kynjakvótar vitlausir, þá sé hann tilbúinn að koma með aðrar hugmyndir til að reyna að rétta hlut kvenna. „En ef ég áskil mér þann rétt til að hafna kynjakvóta sem hugmynd, þá er það túlkað af femínistafélagi Verzló að ég hati konur,“ sagði Ingó. Hann velti fyrir sér hvort að femínismi hafi farið út af brautinni og gert marga fráhverfa honum í leiðinni. „Ég var aldrei að setja neitt út á baráttu kvenna, samt er mér bannað að koma og syngja í stærsta framhaldsskóla landsins,“ sagði Ingó. Tengdar fréttir Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 "Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40 Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00 Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, var afbókaður af tónleikum í Verzlunarskóla Íslands eftir að nemendur skólans lögðust gegn því að hann spilaði þar.Ingó sagði frá þessu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi um þetta mál í tengslum við það að Egill Einarsson var nýverið afbókaður sem plötusnúður á lokaballi Verzlunarskólans eftir að nemendur lögðust gegn því að hann myndi spila þar.Ingó segist hafa blandað sér í umræðuna um Free The Nipple-byltinguna í janúar síðastliðnum þar sem hann sagðist ekki sammála baráttufólki um mikilvægi þess átaks. Í kjölfar þeirrar umræðu var haft samband við hann frá Verzlunarskólanum þar sem honum var tjáð að femínistafélag skólans hefði lagst gegn því að hann myndi spila á sal skólans í einu hádeginu og var hann því afbókaður. Í Harmageddon sagði Ingó tilgang femínismans vera góðan og að nánast allir væru þeirrar skoðunar að jafnrétti eigi að ríkja milli kynjanna. Hann sé hins vegar ekki endilega sammála hvaða aðferðum sé beitt til að ná því markmiði.Í fyrra blandaði Ingó sér einnig í umræðuna um kynjakvóta þegar kemur að tónlistarmönnum sem troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Var það skoðun Ingó að kynjakvóti á listamenn sem koma fram á Þjóðhátíð geri lítið úr konum sem listamönnum.Ingó sagði í Harmageddon í morgun að þó honum finnist kynjakvótar vitlausir, þá sé hann tilbúinn að koma með aðrar hugmyndir til að reyna að rétta hlut kvenna. „En ef ég áskil mér þann rétt til að hafna kynjakvóta sem hugmynd, þá er það túlkað af femínistafélagi Verzló að ég hati konur,“ sagði Ingó. Hann velti fyrir sér hvort að femínismi hafi farið út af brautinni og gert marga fráhverfa honum í leiðinni. „Ég var aldrei að setja neitt út á baráttu kvenna, samt er mér bannað að koma og syngja í stærsta framhaldsskóla landsins,“ sagði Ingó.
Tengdar fréttir Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 "Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40 Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00 Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15
Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14
"Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40
Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00
Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13