Forseti ASÍ: Sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmálanna að koma á ró og festu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2017 11:11 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segist treysta forsætisráðherra til þess að taka á vandanum með öðrum hætt en forverar hennar í starfii. vísir/vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðarins og stjórnmálanna að koma á ró og festu í landinu. Það hafi ekki verið raunin síðan árið 2008. Þetta segir Gylfi í viðtali við Kristján Kristjánsson í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði Gylfa út í áskorun sem ASÍ sendi til stjórnmálamanna og greindi Gylfi frá því hvernig ný ríkisstjórn kemur honum fyrir sjónir. Á dögunum setti ASÍ fram áskorun til stjórnmálaflokkanna. Áskorunin var undir yfirskriftinni „Samfélagssáttmáli um félagslegan stöðugleika“ og í henni kemur fram að heildarsamtök á vinnumarkaði hafi unnið að mótun nýs samningalíkans sem byggt sé á norrænni fyrirmynd „þar sem órjúfanlegt samhengi er á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika.“ Auk þess segir í áskoruninni: „Alþýðusambandið vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem öllum er tryggð mannsæmandi afkoma og réttur til heilbrigðisþjónustu, menntunar og velferðar. Launafólk verður að geta treyst því að stjórnvöld forgangsraði í þágu velferðar og tryggi í það fjármagn með réttlátu skattkerfi sem dreifir byrðunum. Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skilningur milli stjórnmálanna og vinnumarkaðarins. Þetta er það sem við köllum félagslegan stöðugleika.“ Gylfi segir að í stjórnarsáttmálanum hafi hann viljað að fjallað hefði verið um jafnræði á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika með afgerandi hætti. Hann gagnrýnir jafnframt að hugtakið félagslegur stöðugleiki sé hvergi að finna í sáttmálanum. Gylfi segir nýja stjórn þó fara ágætlega af stað. Það hafi verið jákvætt að oddvitarnir hafi haft fyrir því að kalla aðila vinnumarkaðarins á fundi í stjórnarmyndunarviðræðum og þá segir hann að stjórnarsáttmálinn beri þess merki að það sé vilji ríkisstjórnarinnar að „setjast að samræðu“ og freista þess að ná fram stöðugleika. Gylfi ítrekar það sem hann hefur áður sagt ró og festa í landinu sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmála. Í viðtali við Vísi þann 19. nóvember, sagði Katrín Jakobsdóttir að í stjórnarmyndunarviðræðunum hefðu oddvitarnir boðað á sinn fund aðila vinnumarkaðarins og Landlækni. Það hafi verið fremur óvanalegt í stjórnarmyndunarviðræðum en að flokkarnir hafi reynt eftir fremsta megni að vanda sig. „Það er búið að vera, hvað eigum við að segja, kreppa nánast síðan 2008. Það hefur ekki tekist að skapa þessa ró og það er engin launung á því að hefur haft mjög neikvæð áhrif á tilraunir okkar á vinnumarkaði að þróa hér nýtt módel, það er meðal annars þetta umrót. Þetta auðvitað skilar sér út á vinnumarkaðinn, það er engin launung á því,“ segir Gylfi. Gylfi segir að launafólk hafi brennt sig á því að stjórnmálamenn lofi miklu en minna sé um efndir „og þess vegna held ég að það sé alveg sú staða uppi að stjórnmálin þurfi með athöfnum sínum og ákvörðunum, stefnu sinni og framkvæmd að skapa grundvöll að því að koma á einhverju samtali en ekki öfugt.“ Gylfi segist treysta Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til að taka á vandanum með öðrum hætti en forverar hennar í starfi. Samtalið sem hann hafi átt með ríkisstjórninni hafi verið jákvætt. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðarins og stjórnmálanna að koma á ró og festu í landinu. Það hafi ekki verið raunin síðan árið 2008. Þetta segir Gylfi í viðtali við Kristján Kristjánsson í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði Gylfa út í áskorun sem ASÍ sendi til stjórnmálamanna og greindi Gylfi frá því hvernig ný ríkisstjórn kemur honum fyrir sjónir. Á dögunum setti ASÍ fram áskorun til stjórnmálaflokkanna. Áskorunin var undir yfirskriftinni „Samfélagssáttmáli um félagslegan stöðugleika“ og í henni kemur fram að heildarsamtök á vinnumarkaði hafi unnið að mótun nýs samningalíkans sem byggt sé á norrænni fyrirmynd „þar sem órjúfanlegt samhengi er á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika.“ Auk þess segir í áskoruninni: „Alþýðusambandið vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem öllum er tryggð mannsæmandi afkoma og réttur til heilbrigðisþjónustu, menntunar og velferðar. Launafólk verður að geta treyst því að stjórnvöld forgangsraði í þágu velferðar og tryggi í það fjármagn með réttlátu skattkerfi sem dreifir byrðunum. Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skilningur milli stjórnmálanna og vinnumarkaðarins. Þetta er það sem við köllum félagslegan stöðugleika.“ Gylfi segir að í stjórnarsáttmálanum hafi hann viljað að fjallað hefði verið um jafnræði á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika með afgerandi hætti. Hann gagnrýnir jafnframt að hugtakið félagslegur stöðugleiki sé hvergi að finna í sáttmálanum. Gylfi segir nýja stjórn þó fara ágætlega af stað. Það hafi verið jákvætt að oddvitarnir hafi haft fyrir því að kalla aðila vinnumarkaðarins á fundi í stjórnarmyndunarviðræðum og þá segir hann að stjórnarsáttmálinn beri þess merki að það sé vilji ríkisstjórnarinnar að „setjast að samræðu“ og freista þess að ná fram stöðugleika. Gylfi ítrekar það sem hann hefur áður sagt ró og festa í landinu sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmála. Í viðtali við Vísi þann 19. nóvember, sagði Katrín Jakobsdóttir að í stjórnarmyndunarviðræðunum hefðu oddvitarnir boðað á sinn fund aðila vinnumarkaðarins og Landlækni. Það hafi verið fremur óvanalegt í stjórnarmyndunarviðræðum en að flokkarnir hafi reynt eftir fremsta megni að vanda sig. „Það er búið að vera, hvað eigum við að segja, kreppa nánast síðan 2008. Það hefur ekki tekist að skapa þessa ró og það er engin launung á því að hefur haft mjög neikvæð áhrif á tilraunir okkar á vinnumarkaði að þróa hér nýtt módel, það er meðal annars þetta umrót. Þetta auðvitað skilar sér út á vinnumarkaðinn, það er engin launung á því,“ segir Gylfi. Gylfi segir að launafólk hafi brennt sig á því að stjórnmálamenn lofi miklu en minna sé um efndir „og þess vegna held ég að það sé alveg sú staða uppi að stjórnmálin þurfi með athöfnum sínum og ákvörðunum, stefnu sinni og framkvæmd að skapa grundvöll að því að koma á einhverju samtali en ekki öfugt.“ Gylfi segist treysta Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til að taka á vandanum með öðrum hætti en forverar hennar í starfi. Samtalið sem hann hafi átt með ríkisstjórninni hafi verið jákvætt.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira