Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 18:42 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að ekki sé hægt segja til um neinn tímaramma varðandi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn en að flokkarnir gefi sér góðan tíma því verið væri að vanda til verka.Nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti „Þetta eru, eðli málsins samkvæmt, þrír ólíkir flokkar og við viljum vanda okkur. Við höfum verið að gera það sem er óvenjulegt í svona viðræðum, við höfum verið að hitta aðra aðila eins og aðila vinnumarkaðarins og Landlækni og fleiri aðila sem er óvanalegt en það er af því að okkur finnst mikilvægt að vanda okkur.“ Katrín segir að það standi til að hitta fleiri aðila í samfélaginu og þetta samráð og aukna samtal við fólk í samfélaginu sé liður í því að nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. Katrín hringdi í Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um hvernig viðræðunum miðaði. Katrín fékkst ekki til þess að segja hvaða málefni væru á dagskrá næstu daga en sagði að þau hefðu opnað á umræðu um ráðherrastóla en set umræðurnar á ís þangað til þau væru komin lengra á veg með málefnastarfið. Dagurinn í dag fór „heimavinnu“ eins og Katrín orðaði það. Oddvitar flokkanna hefðu rætt málin í sínum ranni í dag. Oddvitar flokkanna þriggja sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum koma til með að funda í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í fyrramálið klukkan hálf tíu.Góður gangur er á viðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að sögn Katrínar Jakobsdóttur. Næsti fundur verður haldinn í fyrramálið.Vísir/eyþórVænd um kyrrstöðu Spurð út í hennar viðbrögð við þeirri gagnrýni sem flokkarnir hafa hlotið, eftir að ljóst varð að þeir ættu í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, segir Katrín að það sé skynsamlegra að sjá hvað kemur út úr viðræðunum áður en fólk leggur mat á þær. Ýmsir hafa haft í frammi harða gagnrýni þess efnis að í fæðingu sé stjórn kyrrstöðu. “Það verður auðvitað bara að meta bæði stjórnarsáttmála og verk þessarar ríkisstjórnar ef hún verður til. Ég tek þessa gagnrýni ekkert sérstaklega alvarlega. Hún er auðvitað að koma frá flokkum sem hafa ekki náð að hrinda miklu af sínum boðuðu breytingum í verk þannig að ég held að fólk eigi meira að reyna að horfa málefnalega á málin,“ segir Katrín. Ekki eining um hvaða breytingar eigi að ráðast í Spurð út í þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir lét falla í Silfrinu í morgun sem sagði að stjórnarsáttmálinn myndi koma á óvart, segir Katrín að það liggi í því að þrír ólíkir flokkar séu komnir saman. Verði þessi ríkisstjórn að veruleika væri um sögulegan viðburð að ræða og í því liggi ákveðin tækifæri. „Það er alveg ljóst að ég tel að minnsta kosti að það séu ýmsar breytingar sem þarf að gera, þó við séum auðvitað ekkert sammála um hvaða breytingar eigi að gera, um það snýst nú þessi pólitík. Ég held við þurfum frekar að nálgast það út frá málefnum frekar en, hvað get ég sagt, út frá merkimiðapólitík,“ segir Katrín. Tengdar fréttir Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10 Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að ekki sé hægt segja til um neinn tímaramma varðandi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn en að flokkarnir gefi sér góðan tíma því verið væri að vanda til verka.Nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti „Þetta eru, eðli málsins samkvæmt, þrír ólíkir flokkar og við viljum vanda okkur. Við höfum verið að gera það sem er óvenjulegt í svona viðræðum, við höfum verið að hitta aðra aðila eins og aðila vinnumarkaðarins og Landlækni og fleiri aðila sem er óvanalegt en það er af því að okkur finnst mikilvægt að vanda okkur.“ Katrín segir að það standi til að hitta fleiri aðila í samfélaginu og þetta samráð og aukna samtal við fólk í samfélaginu sé liður í því að nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. Katrín hringdi í Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um hvernig viðræðunum miðaði. Katrín fékkst ekki til þess að segja hvaða málefni væru á dagskrá næstu daga en sagði að þau hefðu opnað á umræðu um ráðherrastóla en set umræðurnar á ís þangað til þau væru komin lengra á veg með málefnastarfið. Dagurinn í dag fór „heimavinnu“ eins og Katrín orðaði það. Oddvitar flokkanna hefðu rætt málin í sínum ranni í dag. Oddvitar flokkanna þriggja sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum koma til með að funda í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í fyrramálið klukkan hálf tíu.Góður gangur er á viðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að sögn Katrínar Jakobsdóttur. Næsti fundur verður haldinn í fyrramálið.Vísir/eyþórVænd um kyrrstöðu Spurð út í hennar viðbrögð við þeirri gagnrýni sem flokkarnir hafa hlotið, eftir að ljóst varð að þeir ættu í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, segir Katrín að það sé skynsamlegra að sjá hvað kemur út úr viðræðunum áður en fólk leggur mat á þær. Ýmsir hafa haft í frammi harða gagnrýni þess efnis að í fæðingu sé stjórn kyrrstöðu. “Það verður auðvitað bara að meta bæði stjórnarsáttmála og verk þessarar ríkisstjórnar ef hún verður til. Ég tek þessa gagnrýni ekkert sérstaklega alvarlega. Hún er auðvitað að koma frá flokkum sem hafa ekki náð að hrinda miklu af sínum boðuðu breytingum í verk þannig að ég held að fólk eigi meira að reyna að horfa málefnalega á málin,“ segir Katrín. Ekki eining um hvaða breytingar eigi að ráðast í Spurð út í þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir lét falla í Silfrinu í morgun sem sagði að stjórnarsáttmálinn myndi koma á óvart, segir Katrín að það liggi í því að þrír ólíkir flokkar séu komnir saman. Verði þessi ríkisstjórn að veruleika væri um sögulegan viðburð að ræða og í því liggi ákveðin tækifæri. „Það er alveg ljóst að ég tel að minnsta kosti að það séu ýmsar breytingar sem þarf að gera, þó við séum auðvitað ekkert sammála um hvaða breytingar eigi að gera, um það snýst nú þessi pólitík. Ég held við þurfum frekar að nálgast það út frá málefnum frekar en, hvað get ég sagt, út frá merkimiðapólitík,“ segir Katrín.
Tengdar fréttir Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10 Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10
Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00