Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2017 21:17 Tony Blair var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1997-2007. Vísir/Getty Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Hann telur að kjósendur eigi skilið aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að nú sé ljóst að ákveðin kosningaloforð hafi verið lygi. Þetta sagði Blair í viðtali við þáttinn The World This Weekend á BBC Radio 4 í dag. Blair segir að ástandið á bresku heilbrigðisþjónustunni sé til skammar og að ljóst sé að ekki standi til að standa við loforð um töluverða aukningu fjármagns til heilbrigðismála. „Þegar staðreyndir breytast, þá finnst mér fólk eiga rétt á því að skipta um skoðun,“ segir Blair. Blair hefur ávallt verið andsnúinn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Aðspurður um hvort markmið hans sé að koma alfarið í veg fyrir Brexit viðurkennir hann að svo sé. „Mín trú er sú að þegar allt kemur til alls, þegar þjóðin sér þetta nýja samband þá mun fólk átta sig á því að þetta mun annað hvort skaða landið mikið eða með útgöngu úr ESB, útgöngu úr sameinuðum markaði, munum við á einhvern hátt reyna að endurskapa kosti þess á öðrum vettvangi. Þá tel ég að margir muni hugsa með sér „hver er tilgangurinn?“,“ segir BlairVilji þjóðarinnar ekki óbreytilegur Hann segist ekki sammála því að ný atkvæðagreiðsla muni fara gegn vilja þjóðarinnar. „Vilji þjóðarinnar er ekki óbreytilegur. Fólk getur skipt um skoðun með breyttum aðstæðum.“ „Margir kusu með Brexit á þeim grundvelli að ef þú ferð út úr Evrópu þá mun allur peningurinn koma til baka og við getum varið honum í heilbrigðisþjónustu. Það var mjög sértækt loforð,“ segir hann. „Nú er orðið mjög ljóst að ég tel að í fyrsta lagi er ekki til neinn auka peningur fyrir heilbrigðisþjónustuna vegna Brexit og í öðru lagi munum við í raun borga minna til heilbrigðisþjónustunnar, en ekki meira, vegna þess að hagvöxtur fer minnkandi og svo erum við komin með risareikning frá Evrópusambandinu.“ Brexit Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Hann telur að kjósendur eigi skilið aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að nú sé ljóst að ákveðin kosningaloforð hafi verið lygi. Þetta sagði Blair í viðtali við þáttinn The World This Weekend á BBC Radio 4 í dag. Blair segir að ástandið á bresku heilbrigðisþjónustunni sé til skammar og að ljóst sé að ekki standi til að standa við loforð um töluverða aukningu fjármagns til heilbrigðismála. „Þegar staðreyndir breytast, þá finnst mér fólk eiga rétt á því að skipta um skoðun,“ segir Blair. Blair hefur ávallt verið andsnúinn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Aðspurður um hvort markmið hans sé að koma alfarið í veg fyrir Brexit viðurkennir hann að svo sé. „Mín trú er sú að þegar allt kemur til alls, þegar þjóðin sér þetta nýja samband þá mun fólk átta sig á því að þetta mun annað hvort skaða landið mikið eða með útgöngu úr ESB, útgöngu úr sameinuðum markaði, munum við á einhvern hátt reyna að endurskapa kosti þess á öðrum vettvangi. Þá tel ég að margir muni hugsa með sér „hver er tilgangurinn?“,“ segir BlairVilji þjóðarinnar ekki óbreytilegur Hann segist ekki sammála því að ný atkvæðagreiðsla muni fara gegn vilja þjóðarinnar. „Vilji þjóðarinnar er ekki óbreytilegur. Fólk getur skipt um skoðun með breyttum aðstæðum.“ „Margir kusu með Brexit á þeim grundvelli að ef þú ferð út úr Evrópu þá mun allur peningurinn koma til baka og við getum varið honum í heilbrigðisþjónustu. Það var mjög sértækt loforð,“ segir hann. „Nú er orðið mjög ljóst að ég tel að í fyrsta lagi er ekki til neinn auka peningur fyrir heilbrigðisþjónustuna vegna Brexit og í öðru lagi munum við í raun borga minna til heilbrigðisþjónustunnar, en ekki meira, vegna þess að hagvöxtur fer minnkandi og svo erum við komin með risareikning frá Evrópusambandinu.“
Brexit Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira