Tríóið er þekkt sem BBC. Bale, Benzema og Cristiano. Þeir hafa unnið Meistaradeildina tvisvar fyrir Real Madrid en virðast ekki lengur virka vel allir saman á vellinum.
Er einhvern þeirra vantar í liðið gengur liðinu betur en þegar þeir spila allir. Það er afar áhugavert.
Real er búið að spila 16 sinnum í vetur með BBC í byrjunarliðinu. Aðeins níu leikir af sextán hafa unnist og liðið skorar þess utan aðeins minna en þegar einhvern þeirra vantar.
Án BBC í byrjunarliðinu hefur Real unnið 19 af 25 leikjum sínum. Það er 20 prósent betra sigurhlutfall.
Spænski fjölmiðillinn AS stóð fyrir skoðanakönnun í aðdraganda leiks liðsins gegn Napoli í kvöld og 77 prósent stuðningsmanna félagsins vill ekki að þeir verði allir í liðinu. Breyttir tímar.
Real betra er Bale, Benzema og Ronaldo spila ekki saman
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn

