Deiluaðilar vinna nú loks saman Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2017 07:00 Samningurinn var undirritaður í landbúnaðarráðuneytinu í gær. vísir/anton brink „Hér er á ferðinni brýnt mál sem hefði að mínu mati átt að vera farið af stað fyrir löngu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um samning Landgræðslunnar, Samtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands um heildarmat á ástandi gróðurs og jarðvegs á Íslandi.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.Samkomulag milli þessara aðila er sögulegt því deilur hafa verið uppi í áratugi um jarðvegseyðingu af völdum sauðfjárræktar og ofbeit. Sitt hefur hverjum sýnst í þeim efnum. „Ég skal viðurkenna að þetta hefur verið umdeilt í langan tíma. Verkefnið er einmitt til að reyna að ná betri sátt um hvernig við metum og nýtum landið,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. „Nú vinnum við saman að því að búa til öflugra vöktunarkerfi á því í hvaða ástandi landið er og hvað það þolir og vonumst við til þess að almenn sátt náist um kerfið. Þorgerður Katrín telur hér um stefnubreytingu að ræða. „Þetta er algjör nýlunda og nýbreytni að menn taki höndum saman, landgræðsla og Samtök sauðfjárbænda, og fari yfir þetta brýna mál. Aðilar eru sammála um að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins og heildstæð vöktun verður til með þessu. Það er gaman að verða vitni að þessu.“ Markmið samningsins er að þróa sjálfbærnivísa um nýtingu gróðurs, meta gróður og jarðveg landsins og vakta breytingar. Verkefnið mun kosta um þrjátíu milljónir króna á hverju ári. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
„Hér er á ferðinni brýnt mál sem hefði að mínu mati átt að vera farið af stað fyrir löngu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um samning Landgræðslunnar, Samtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands um heildarmat á ástandi gróðurs og jarðvegs á Íslandi.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.Samkomulag milli þessara aðila er sögulegt því deilur hafa verið uppi í áratugi um jarðvegseyðingu af völdum sauðfjárræktar og ofbeit. Sitt hefur hverjum sýnst í þeim efnum. „Ég skal viðurkenna að þetta hefur verið umdeilt í langan tíma. Verkefnið er einmitt til að reyna að ná betri sátt um hvernig við metum og nýtum landið,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. „Nú vinnum við saman að því að búa til öflugra vöktunarkerfi á því í hvaða ástandi landið er og hvað það þolir og vonumst við til þess að almenn sátt náist um kerfið. Þorgerður Katrín telur hér um stefnubreytingu að ræða. „Þetta er algjör nýlunda og nýbreytni að menn taki höndum saman, landgræðsla og Samtök sauðfjárbænda, og fari yfir þetta brýna mál. Aðilar eru sammála um að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins og heildstæð vöktun verður til með þessu. Það er gaman að verða vitni að þessu.“ Markmið samningsins er að þróa sjálfbærnivísa um nýtingu gróðurs, meta gróður og jarðveg landsins og vakta breytingar. Verkefnið mun kosta um þrjátíu milljónir króna á hverju ári. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira