Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2017 18:30 Í tísti í dag sagði Trump að hann væri fórnarlamb skýrslunnar og sagði hana vera "falskar fréttir“. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vera fórnarlamb falsaðrar skýrslu fyrrverandi bresks njósnara sem rannsakaði meint tengsl Trump við yfirvöld í Rússlandi. Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. Meðal þess sem fram kom í skýrslunni var að yfirvöld í Rússlandi ættu myndband af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu frá árinu 2013 og að framboð hans hefði starfað með yfirvöldum þar í forsetakosningunum. Í tísti í dag vitnaði Trump í umfjöllun Fox News um aðkomu Clinton, sem kom fyrst fram í umfjöllun Washington Post.Þar sagði Trump að hann væri fórnarlamb skýrslunnar og sagði hana vera „falskar fréttir“."Clinton campaign & DNC paid for research that led to the anti-Trump Fake News Dossier. The victim here is the President." @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2017 Í umfjöllun Washington Post kemur fram að lögmenn Clinton og miðstjórnar Demókrataflokksins komu að gerð skýrslunnar. Með því að ráða fyrirtækið Fusion GSP til að grafa upp upplýsingar um Donald Trump. Fyrirtækið réð svo njósnarann Christopher Steele. Cristopher Steele starfaði á árum áður í Rússlandi fyrir bresku leyniþjónustuna. Upplýsingum sem hann aflaði var safnað saman í áðurnefnda skýrslu.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Það hefur þó lengi legið fyrir að upprunalega réð mótframbjóðandi Trump í forvali Repúblikanaflokksins Fusion GPS til að grafa upp upplýsingar um Trump. Eftir að Trump vann forvalið tóku demókratar við kyndlinum. Eftir að Trump vann forsetakosningarnar réð Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, Steele um tíma til að halda rannsókn sinni áfram. Honum var sagt upp þegar fjölmiðlar opinberuðu hver hann væri. Það sem er nýtt er að framboð Clinton kom beint að því að ráða Fusion GPS í gegnum lögfræðinga og að Steele kom ekki að gerð skýrslunnar fyrr en eftir það. Allt þar til að blaðamenn Washington Post komust yfir gögn sestaðfestu að lögmenn Clinton og DNC réðu fyrirtækið Fusion GPS, sem réð svo Steele, höfðu starfsmenn Clinton þvertekið fyrir að hafa að nokkru leyti komið að skýrslunni umdeildu.Samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar leitaði Fusion GPS til demókrata og bauð þeim að halda fjármögnun rannsóknarinnar áfram. Í bréfi frá fyrirtækinu stóð að upprunalega hefði það verið ráðið af „einum eða fleiri andstæðingum“ Trump í forvalinu. Hlutar skýrslunnar hafa verið staðfestir, samkvæmt fjölmiðlum ytra, en það frásögnin um vændiskonurnar hafa ekki verið staðfestar. Donald Trump hefur ávallt neitað því að hann og framboð hans hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi í aðdraganda kosninganna. Hann hefur einnig gagnrýnt þá niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna og FBI að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt tölvuárásum og fjölmörgum öðrum aðferðum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að hjálpa Trump að vinna. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir á afskiptum Rússa og mögulegri aðkomu framboðs Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Trump heldur árásum sínum á leyniþjónusturnar áfram Sakar starfsmenn um að leka skýrslu til fjölmiðla sem hafði verið í dreifingu í marga mánuði. 13. janúar 2017 15:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vera fórnarlamb falsaðrar skýrslu fyrrverandi bresks njósnara sem rannsakaði meint tengsl Trump við yfirvöld í Rússlandi. Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. Meðal þess sem fram kom í skýrslunni var að yfirvöld í Rússlandi ættu myndband af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu frá árinu 2013 og að framboð hans hefði starfað með yfirvöldum þar í forsetakosningunum. Í tísti í dag vitnaði Trump í umfjöllun Fox News um aðkomu Clinton, sem kom fyrst fram í umfjöllun Washington Post.Þar sagði Trump að hann væri fórnarlamb skýrslunnar og sagði hana vera „falskar fréttir“."Clinton campaign & DNC paid for research that led to the anti-Trump Fake News Dossier. The victim here is the President." @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2017 Í umfjöllun Washington Post kemur fram að lögmenn Clinton og miðstjórnar Demókrataflokksins komu að gerð skýrslunnar. Með því að ráða fyrirtækið Fusion GSP til að grafa upp upplýsingar um Donald Trump. Fyrirtækið réð svo njósnarann Christopher Steele. Cristopher Steele starfaði á árum áður í Rússlandi fyrir bresku leyniþjónustuna. Upplýsingum sem hann aflaði var safnað saman í áðurnefnda skýrslu.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Það hefur þó lengi legið fyrir að upprunalega réð mótframbjóðandi Trump í forvali Repúblikanaflokksins Fusion GPS til að grafa upp upplýsingar um Trump. Eftir að Trump vann forvalið tóku demókratar við kyndlinum. Eftir að Trump vann forsetakosningarnar réð Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, Steele um tíma til að halda rannsókn sinni áfram. Honum var sagt upp þegar fjölmiðlar opinberuðu hver hann væri. Það sem er nýtt er að framboð Clinton kom beint að því að ráða Fusion GPS í gegnum lögfræðinga og að Steele kom ekki að gerð skýrslunnar fyrr en eftir það. Allt þar til að blaðamenn Washington Post komust yfir gögn sestaðfestu að lögmenn Clinton og DNC réðu fyrirtækið Fusion GPS, sem réð svo Steele, höfðu starfsmenn Clinton þvertekið fyrir að hafa að nokkru leyti komið að skýrslunni umdeildu.Samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar leitaði Fusion GPS til demókrata og bauð þeim að halda fjármögnun rannsóknarinnar áfram. Í bréfi frá fyrirtækinu stóð að upprunalega hefði það verið ráðið af „einum eða fleiri andstæðingum“ Trump í forvalinu. Hlutar skýrslunnar hafa verið staðfestir, samkvæmt fjölmiðlum ytra, en það frásögnin um vændiskonurnar hafa ekki verið staðfestar. Donald Trump hefur ávallt neitað því að hann og framboð hans hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi í aðdraganda kosninganna. Hann hefur einnig gagnrýnt þá niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna og FBI að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt tölvuárásum og fjölmörgum öðrum aðferðum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að hjálpa Trump að vinna. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir á afskiptum Rússa og mögulegri aðkomu framboðs Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Trump heldur árásum sínum á leyniþjónusturnar áfram Sakar starfsmenn um að leka skýrslu til fjölmiðla sem hafði verið í dreifingu í marga mánuði. 13. janúar 2017 15:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22
Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53
Trump heldur árásum sínum á leyniþjónusturnar áfram Sakar starfsmenn um að leka skýrslu til fjölmiðla sem hafði verið í dreifingu í marga mánuði. 13. janúar 2017 15:45