Hannes um Zlatan: Hann pakkaði okkur saman á tíu mínútum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið að spila með Randers í Danmörku. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan.. Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan..
Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira