Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. desember 2017 07:00 Rólegheitin ráða ríkjum á Litla-Hrauni á einu fjörugasta kvöldi ársins og vart sést flugeldur á himninum yfir fangelsinu. Vísir/GVA Áramót Gleði, glaumur, flugeldar og freyðandi gullin vín einkenna góðra vina fundi á gamlárskvöld. Kvöldið er því eðli málsins samkvæmt eitt það einmanalegasta á árinu hjá föngum sem eyða því fjarri sínum nánustu og heimsins glaumi. „Að mínu mati er miðnætti á gamlárskvöld, þegar allir eru að skjóta upp flugeldum, erfiðasta stundin hjá þeim sem eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. „Jólin eru vissulega mörgum erfið út af börnunum þeirra en á gamlárskvöld eru allir saman að skemmta sér.“ Þá bítur einsemdin en Guðmundur Ingi segir fangana og starfsfólk fangelsanna þó reyna að gera kvöldið eins ánægjulegt og mögulegt er. „Þetta er misjafnt eftir fangelsum. Á sumum stöðum er mönnum leyft að vera lengur frammi og vera í síma- og tölvusambandi lengur en venjulega. Þetta fer samt allt eftir ástandinu í húsunum hverju sinni.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Bragurinn er þó hátíðlegur. „Starfsfólkið er í hátíðarjúníformi og fangarnir uppáklæddir. Fangarnir sjá að mestu um matinn sjálfir og við reynum að hafa hann góðan. Menn vaka aðeins lengur og sumir reykja jafnvel vindla úti.“ Þegar landinn fagnar nýju ári og lýsir upp himininn með flugeldum sitja sumir fangar í þögn og myrkri þar sem flugeldarnir sjást misvel eða alls ekki frá sumum fangelsum. Þeir sem dvelja á Litla-Hrauni geta til dæmis ekki notið flugeldanna nema í sjónvarpi. „Það er ekki beint miklu skotið upp á Eyrarbakka. Ein og ein íla kannski.“ Um nokkurt árabil gerði hópur manna sér ferð að Hrauninu og bauð föngunum upp á flugeldasýningu sem lyfti stemningunni innan veggja fangelsisins. „Það það var ofboðslega gaman. Þetta var góður hópur með rosalega mikið magn af flugeldum sem kom og gerði sýningu. Þarna voru Sverrir Guðmundsson, Geiri á Goldfinger, Rúnar Maitsland og meira að segja Jón stóri.“ Guðmundur Ingi segir þetta því miður hafa lagst af enda hafi sumir úr hópnum safnast til feðra sinna. „Í fyrra reyndum við að fá björgunarsveitir og einhverja til þess að gefa okkur flugelda en það gekk mjög illa og rann út í sandinn.“ Guðmundur Ingi gerir ekki ráð fyrir að neinir flugeldar sjáist á himninum yfir niðurgrafinni Hólmsheiði og segir að á Sogni sé nánast bannað að skjóta upp flugeldum vegna dýranna í sveitinni. „Á Kvíabryggju mega fangarnir verða sér úti um flugelda. Þar er kveiktur varðeldur og flugeldum skotið upp undir öruggu eftirliti þeirra sem þar stjórna. Þetta hefur gengið vel og er falleg stund.“ Fangelsismál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Áramót Gleði, glaumur, flugeldar og freyðandi gullin vín einkenna góðra vina fundi á gamlárskvöld. Kvöldið er því eðli málsins samkvæmt eitt það einmanalegasta á árinu hjá föngum sem eyða því fjarri sínum nánustu og heimsins glaumi. „Að mínu mati er miðnætti á gamlárskvöld, þegar allir eru að skjóta upp flugeldum, erfiðasta stundin hjá þeim sem eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. „Jólin eru vissulega mörgum erfið út af börnunum þeirra en á gamlárskvöld eru allir saman að skemmta sér.“ Þá bítur einsemdin en Guðmundur Ingi segir fangana og starfsfólk fangelsanna þó reyna að gera kvöldið eins ánægjulegt og mögulegt er. „Þetta er misjafnt eftir fangelsum. Á sumum stöðum er mönnum leyft að vera lengur frammi og vera í síma- og tölvusambandi lengur en venjulega. Þetta fer samt allt eftir ástandinu í húsunum hverju sinni.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Bragurinn er þó hátíðlegur. „Starfsfólkið er í hátíðarjúníformi og fangarnir uppáklæddir. Fangarnir sjá að mestu um matinn sjálfir og við reynum að hafa hann góðan. Menn vaka aðeins lengur og sumir reykja jafnvel vindla úti.“ Þegar landinn fagnar nýju ári og lýsir upp himininn með flugeldum sitja sumir fangar í þögn og myrkri þar sem flugeldarnir sjást misvel eða alls ekki frá sumum fangelsum. Þeir sem dvelja á Litla-Hrauni geta til dæmis ekki notið flugeldanna nema í sjónvarpi. „Það er ekki beint miklu skotið upp á Eyrarbakka. Ein og ein íla kannski.“ Um nokkurt árabil gerði hópur manna sér ferð að Hrauninu og bauð föngunum upp á flugeldasýningu sem lyfti stemningunni innan veggja fangelsisins. „Það það var ofboðslega gaman. Þetta var góður hópur með rosalega mikið magn af flugeldum sem kom og gerði sýningu. Þarna voru Sverrir Guðmundsson, Geiri á Goldfinger, Rúnar Maitsland og meira að segja Jón stóri.“ Guðmundur Ingi segir þetta því miður hafa lagst af enda hafi sumir úr hópnum safnast til feðra sinna. „Í fyrra reyndum við að fá björgunarsveitir og einhverja til þess að gefa okkur flugelda en það gekk mjög illa og rann út í sandinn.“ Guðmundur Ingi gerir ekki ráð fyrir að neinir flugeldar sjáist á himninum yfir niðurgrafinni Hólmsheiði og segir að á Sogni sé nánast bannað að skjóta upp flugeldum vegna dýranna í sveitinni. „Á Kvíabryggju mega fangarnir verða sér úti um flugelda. Þar er kveiktur varðeldur og flugeldum skotið upp undir öruggu eftirliti þeirra sem þar stjórna. Þetta hefur gengið vel og er falleg stund.“
Fangelsismál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent