Innlent

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur. Þökkum samfylgdina á árinu sem nú er liðið. Myndin var tekin á Ægissíðu í kvöld.
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur. Þökkum samfylgdina á árinu sem nú er liðið. Myndin var tekin á Ægissíðu í kvöld. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2018 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. 

Árið hefur verið afar viðburðarríkt og ekki síður fyrir Vísi því lesendur hafa aldrei verið fleiri. Því ber að þakka ykkur öllum kærlega fyrir samfylgdina og óskar Vísir þess að komandi ár verði alveg jafn góð.

Undanfarnar vikur hefur Vísir gert upp árið, bæði hér heima og erlendis. Hér má lesa uppgjörsfréttir fyrir 2017.

Landsmenn skutu upp flugeldum í kvöld eins og undanfarin ár. Engu var til sparað við flugeldakaup þrátt að sögn flugeldasala.Vísir/Vilhelm
Um leið og við þökkum ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða heitum við því að færa ykkur áfram traustar fréttir af öllu milli himins og jarðar.

Jafnframt minnum við á að lesendur geta sett sig í samband við einstaka fréttamenn með því að smella á nafn þeirra við greinar. Þá er hægt að senda tölvupóst á ritstjórnina á netfanginu ritstjorn@visir.is eða hafa samband í síma 512-5200.

Að neðan má sjá uppgjörsmyndband Vísis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×