Hreint aðgerðaleysi stjórnvalda varðandi EES tilskipanir Sveinn Arnarsson skrifar 21. desember 2017 06:00 Ísland stendur sig lakast EFTA-ríkjanna í innleiðingu reglugerða. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, er með í undirbúningi að senda sjö dómsmál til EFTA-dómstólsins vegna vanefnda íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum þar sem hérlend stjórnvöld hafa ekki innleitt tilskipanir og reglugerðir í íslensk lög eins og samningurinn gerir ráð fyrir. Eitt mál er komið þangað nú þegar. Framkvæmdastjóri innra markaðssviðs ESA segir þessar tafir á innleiðingunum hreint aðgerðaleysi. Þau mál sem koma til kasta dómstólsins á næstu dögum vegna vanefnda á innleiðingu reglugerða og tilskipana er um réttindi launafólks, tilskipun um einföld þrýstihylki og tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem má í raun segja að séu sex mál. Tilskipun um réttindi launafólks átti að taka gildi í júní 2016. Hún leggur þá skyldu á stjórnvöld einstakra ríkja að til staðar séu lagaleg úrræði sem tryggja að launþegar geti nýtt sér þau réttindi sem þeir eiga að njóta í tengslum við frjálsa för launþega. Tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða var komið á sem svar við fjármálakreppunni og átti að innleiða í íslensk lög fyrir 1. október 2016. Markmiðið er að skapa skýrt eftirlit til þess að tryggja alhliða og skilvirkt fjármálaumhverfi fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Þar er á ferðinni lagarammi til að skapa skýrt eftirlit til þess að tryggja skilvirkt fjármálaumhverfi fyrir vogunarsjóði sem og einkafjárfestingar. Ísland stendur sig lakast EFTA-ríkjanna í innleiðingu reglugerða og tilskipana og hefur verið lakasta EFTA-ríkið í nokkuð langan tíma. „Sú staðreynd að lög séu ekki innleidd á Íslandi skapar ójafnvægi milli EES-ríkjanna. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka upp lög og reglugerðir, til að mynda um tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og einnig um réttindi launafólks. Þar eru réttindi sem búið er að samþykkja og íslenskt launafólk fær einfaldlega ekki að njóta. Þessi dráttur á innleiðingunni á Íslandi er hreint aðgerðaleysi,“ segir Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). „Ástæða þess að við erum að fara áfram með þessi mál er sú að Ísland stendur ekki við innleiðingarfrestina sem Ísland hefur sjálft samþykkt,” útskýrir hann. „Áður en málin fara fyrir EFTA-dómstólinn hafa átt sér stað bæði formleg og óformleg samskipti við íslensk stjórnvöld til að ýta á eftir málunum og þær viðræður taka oft mánuði og jafnvel ár áður en mál eru síðan send dómstólnum,“ segir Gunnar Þór. Sett voru fram skýr markmið í utanríkisráðuneytinu um að hraða innleiðingu tilskipana í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. Einnig segir í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að ríkisstjórnin telji það vera eitt mikilvægasta hagsmunamál Íslands að sinna framkvæmd EES-samningsins vel. Þannig þurfi Alþingi að vera virkara á því sviði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, er með í undirbúningi að senda sjö dómsmál til EFTA-dómstólsins vegna vanefnda íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum þar sem hérlend stjórnvöld hafa ekki innleitt tilskipanir og reglugerðir í íslensk lög eins og samningurinn gerir ráð fyrir. Eitt mál er komið þangað nú þegar. Framkvæmdastjóri innra markaðssviðs ESA segir þessar tafir á innleiðingunum hreint aðgerðaleysi. Þau mál sem koma til kasta dómstólsins á næstu dögum vegna vanefnda á innleiðingu reglugerða og tilskipana er um réttindi launafólks, tilskipun um einföld þrýstihylki og tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem má í raun segja að séu sex mál. Tilskipun um réttindi launafólks átti að taka gildi í júní 2016. Hún leggur þá skyldu á stjórnvöld einstakra ríkja að til staðar séu lagaleg úrræði sem tryggja að launþegar geti nýtt sér þau réttindi sem þeir eiga að njóta í tengslum við frjálsa för launþega. Tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða var komið á sem svar við fjármálakreppunni og átti að innleiða í íslensk lög fyrir 1. október 2016. Markmiðið er að skapa skýrt eftirlit til þess að tryggja alhliða og skilvirkt fjármálaumhverfi fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Þar er á ferðinni lagarammi til að skapa skýrt eftirlit til þess að tryggja skilvirkt fjármálaumhverfi fyrir vogunarsjóði sem og einkafjárfestingar. Ísland stendur sig lakast EFTA-ríkjanna í innleiðingu reglugerða og tilskipana og hefur verið lakasta EFTA-ríkið í nokkuð langan tíma. „Sú staðreynd að lög séu ekki innleidd á Íslandi skapar ójafnvægi milli EES-ríkjanna. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka upp lög og reglugerðir, til að mynda um tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og einnig um réttindi launafólks. Þar eru réttindi sem búið er að samþykkja og íslenskt launafólk fær einfaldlega ekki að njóta. Þessi dráttur á innleiðingunni á Íslandi er hreint aðgerðaleysi,“ segir Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). „Ástæða þess að við erum að fara áfram með þessi mál er sú að Ísland stendur ekki við innleiðingarfrestina sem Ísland hefur sjálft samþykkt,” útskýrir hann. „Áður en málin fara fyrir EFTA-dómstólinn hafa átt sér stað bæði formleg og óformleg samskipti við íslensk stjórnvöld til að ýta á eftir málunum og þær viðræður taka oft mánuði og jafnvel ár áður en mál eru síðan send dómstólnum,“ segir Gunnar Þór. Sett voru fram skýr markmið í utanríkisráðuneytinu um að hraða innleiðingu tilskipana í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. Einnig segir í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að ríkisstjórnin telji það vera eitt mikilvægasta hagsmunamál Íslands að sinna framkvæmd EES-samningsins vel. Þannig þurfi Alþingi að vera virkara á því sviði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira