Fótbolti

Kókaínbann fyrirliða Perú stytt um helming

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guerrero fagnar í landsleik.
Guerrero fagnar í landsleik. vísir/getty
Fyrirliði landsliðs Perú, Paolo Guerrero, mun geta spilað með sínum mönnum á HM næsta sumar eftir að FIFA ákvað að stytta leikbann hans ansi hraustlega.

Guerrero var dæmdur í tólf mánaða bann eftir að kókaín greindist í líkama hans í lyfjaprófi. Bannið tók gildi þann 3. nóvember og því átti hann að missa af HM.

Þar sem FIFA hefur stytt bann hans um helming verður hann kominn úr banninu í maí. HM hefst í júní þannig að hann getur verið með.

Guerrero er 33 ára og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 32 mörk í 86 leikjum. Það breytir miklu fyrir liðið að hafa hann með.

Perú er að keppa á HM í fyrsta sinn síðan 1982 en liðið komst á mótið með því að leggja Nýja-Sjáland í umspili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×