Innlent

Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Íslendingar kneyfa jólabjór sem aldrei fyrr og nýtur Tuborg Julebryg mestra vinsælda.
Íslendingar kneyfa jólabjór sem aldrei fyrr og nýtur Tuborg Julebryg mestra vinsælda. vísir/anton brink
Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR.

Klárt mál er hver vinsælasti jólabjórinn er meðal landsmanna en þar trónir Tuborg Julebryg á toppnum. Selst hafa 224.652 lítrar af þeirri tegund eða 42 prósent af öllum seldum jólabjór í ár.

 

 







Fimm vinsælustu jólabjórarnir í ár og seldir lítrar á tímabilinu 15. nóvember til 20. desember.
Á sama tíma í fyrra höfðu selst 552 þúsund lítrar en heldur fleiri tegundir eru í boði nú eða 47 að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR.

Sala á jólabjórnum hófst þann 15. nóvember síðastliðinn og stendur að jafnaði fram að þrettándanum á nýju ári. 

Salan það sem af er tímabilinu jafngildir því að Íslendingar hafi keypt nærri 1,7 milljónir flaskna (33 cl) af jólabjór á rúmum mánuði eða sem nemur rúmlega sex stykkjum á hvern Íslending sem aldur hefur til að kaupa áfengi í verslunum ÁTVR. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×