

Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs.
"Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir.“
Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins.
Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki.
Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR.
Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, ætlar að draga verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur.
Rekstraraðilar sáu sóknarfæri í breyttu og betrumbættu umhverfi við Hverfisgötu.
NFL-deildin stendur á sunnudag fyrir "árshátíð auglýsenda“ eða Super Bowl 51. Fræðslustjóri VÍB segir auglýsingatekjur bandarískra fjölmiðla vegna úrslitaleiksins nema 44 milljörðum króna og slátra þarf 650 milljónum hænsna.
Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana.
Vífilfell grípur til verðlækkunar á jólabjór í stað förgunar.
Innkoma erlendra smásölurisa, ferðamenn, virkir neytendur, Panamaskjöl og tæknigallar einkenndu meðal annars fréttir úr viðskiptalífinu í ár.
Sala á jólabjór fór hægar af stað nú en í fyrra. Um 32 þúsund færri lítrar höfðu farið í maga neytenda þann 20. desember. Birgjar farga því sem ekki selst.
Íslendingur, búsettur í Danmörku, ásamt sex félögum sínum stefnir að framleiðslu viskís frá grunni á Jótlandi. Stefnt er að því að hefja framleiðslu í lok næsta árs.
Jólabjórinn valinn bestur í flokki dökkra bock bjóra.
Surtur nr. 30 hlaut á dögunum gullverðlaun í flokki reyktra bjóra í hinni alþjóðlegu European Beer Star.
Perlan verður afhent nýjum rekstraraðilum í janúar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Um leið óttast hann að við gætum orðið of háð henni.
Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar.
Verulegar verðhækkanir hafa átt sér stað á liðum tengdum ferðaþjónustu á Íslandi á síðustu mánuðum. Hótel og veitingastaðir eru orðnir dýrari en fyrir hrun og dýrari en á evrusvæðinu og í Noregi.
Kaldi brugghús stefnir að því að opna heilsulindá lóð sinni í Eyjafirði snemma á næsta ári.
Um tíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins er fluttur út á erlenda grund.
Haukur Hannesson er framkvæmdastjóri nýsameinaðs AGR-Reyndar.
Grandagarður er orðinn eitt vinsælasta svæði borgarinnar, en þar sem var tómlegt fyrir nokkrum árum, er nú blönduð byggð íbúa, þjónustu og atvinnulífs. Auk þess sækja æ fleiri í veitingarekstur á staðnum.
Eitt minnsta brugghús landsins hefur bjórframleiðslu í haust og ætlar að herja á barina.
Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum.
Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári.
Það er bóndadagur og fyrsti mjöðurinn kom á íslenskan markað í dag. Hrund smakkaði mjöðinn og komst meðal annars að því að hann á í raun ekkert skilt við bjór.
Myrkvi frá Borg Brugghúsi náði Evrópumeistaratitli í flokki kaffi- og súkkulaðibættra bjóra á hátíðinni World Beer Awards 2013.
Þróunarvinna er hafin við bruggun á íslensku viskíi sem vonast er til að komist á markað innan fárra ára.
Ölvisholt Brugghús hefur sett á markað sumarbjórinn Röðull - India Pale Ale. Röðull er bruggaður að bandarískri fyrirmynd og er ljóst öl en með töluvert meira magn af humlum en venjulegt ljóst öl.