Íslensku pari hótað handtöku á flugvelli Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. desember 2017 06:00 James öðlaðist ríkisborgararétt hérna nýlega og eftir hremmingar hans og Hafsteins í Bandaríkjunum er ljóst að Ísland er landið þeirra. Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira