Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 19:19 Josh Homme skar sig viljandi á tónleikunum í gærkvöldi. Vísir/Getty „Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira