Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 19:19 Josh Homme skar sig viljandi á tónleikunum í gærkvöldi. Vísir/Getty „Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
„Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST
Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira