Hægt að spila eins og Barcelona í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2017 06:00 David Silva fagnar marki sínu. Vísir/Getty Pep Guardiola er búinn að setja saman enn eitt yfirburðaliðið í fótboltanum. Þetta byrjaði allt saman hjá honum með Barcelona á Spáni, svo færði hann sig yfir til Bayern München í Þýskalandi og nú hefur hann framkvæmt töfra sína hjá City-liðinu í Manchester-borg. Á öllum vígstöðvum hefur hann sett saman lið sem hefur stungið af í deildinni og nú er fyrsti titillinn í augsýn með Manchester City. City liðið er komið með aðra höndina á enska meistaratitilinn eftir fjórtánda deildarsigurinn í röð á Old Trafford í gær. Liðið hefur ellefu stigum meira en United og það eru enn þrettán dagar til jóla. Guardiola hefur gerbreytt leikstíl Manchester City og frískað mikið upp á liðið. Það tók hann eitt tímabil að fá liðið til að ná alvöru tökum á leikstílnum hans en eftir að allir leikmennirnir hans voru farnir að hlaupa í takt þá virðist ekkert lið eiga lengur möguleika í City.Við getum spilað svona bolta „Fólk sagði að það gengi aldrei upp að spila eins og Barcelona í Englandi en það er mögulegt og við erum að gera það. Við getum spilað svona fótbolta í Englandi,“ sagði Pep Guardiola sigurreifur eftir leikinn í gær þar City vann Manchester slaginn 2-1. City vann engan titil á hans fyrsta tímabili með liðið og knattspyrnuspekingarnir voru farnir að tala um að Guardiola stíllinn skilaði ekki sama árangri í enska boltanum og annars staðar. Annað hefur komið á daginn á þessari leiktíð. „Ég vissi það líka á síðasta tímabili og ég hef alltaf haldið trú minni á það. Allir geta spilað sinn fótbolta og þess vegna er fótbolti svona falleg íþrótt. Ég er mjög ánægður með að fara bæði á Stamford Bridge og Old Trafford og vinna með þessum hætti,“ sagði Guardiola. City hefur þegar unnið útileiki sína á móti Manchester United og Chelsea og liðið hefur unnið heimaleikina á móti Liverpool og Arsenal með samtals sjö mörkum. Það eru bara Gylfi Þór Sigurðsson og félagar sem hafa náð að taka stig af City í fyrstu sextán umferðunum. City og Everton gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik Gylfa 21. ágúst en síðan hefur Manchester City ekki tapað einu einasta stigi í deildinni.Vísir/EPAJöfnuðu met Arsenal Aðeins eitt annað lið hefur náð að vinna fjórtán leiki í röð í efstu deild á Englandi en Arsenal náði því frá febrúar til ágúst 2002. City er því fyrsta liðið sem nær því á einu og sama tímabilinu. „Við unnum þennan leik af því að við vorum betra liðið. Það er enn bara desember en ef við verðum ennþá með ellefu stiga forystu þegar við mætum þeim aftur í apríl þá skal ég kannski segja að við séum komnir með titilinn,“ sagði Guardiola. Manchester City kom í leik draumanna í leikstjórahlutverkinu. United var aðeins með boltann í 35 prósent af leiktímanum sem er það versta hjá liðinu á Old Trafford síðan 2003-04 tímabilið. United spilaði varfærnislegan bolta eins og áður í leikjunum við hin toppliðin. Markið þeirra kom eftir varnarmistök en sömu sögu má segja af mörkum City manna. Bæði City mörkin komu nefnilega eftir misheppnaðar hreinsanir Romelo Lukaku í föstum leikatriðum. David Silva nýtti sér mistökin í fyrsta markinu en í því síðara var argentínski miðvörðurinn Nicolás Otamendi á réttum stað. Romelo Lukaku fékk þó tækifæri til að bæta fyrir mistökin í mörkunum í lokin en Ederson varði frábærlega frá honum og svo aftur frá Juan Mata í frákastinu.Amazing game. Such a big performance from everyone. We go again next week #mancity#KW2pic.twitter.com/Uam2Yalxrs — Kyle Walker (@kylewalker2) December 10, 2017 Líka með heppnina með sér „Það er ótrúlegt að við höfum fengið á okkur þessi tvö mörk sem þeir skoruðu. Þetta voru mörk sem komu upp úr engu eftir fráköst. Við gerðum bæði slæma hluti og góða hluti í þessum leik. Þeir eru mjög gott lið en þeir eru líka með heppnina með sér í liði og ákvarðanirnar féllu með þeim,“ sagði Jose Mourinho. „Ég er viss um að allir munu berjast fyrir stigunum og reyna að minnka forskotið en þeir eru komnir með mjög góða forystu,“ viðurkenndi Mourinho. Svo góða að það þarf nefnilega að endurskrifa söguna til að koma í veg fyrir að City vinni titilinn næsta vor. Ekkert lið hefur klúðrað svo góðri stöðu. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Pep Guardiola er búinn að setja saman enn eitt yfirburðaliðið í fótboltanum. Þetta byrjaði allt saman hjá honum með Barcelona á Spáni, svo færði hann sig yfir til Bayern München í Þýskalandi og nú hefur hann framkvæmt töfra sína hjá City-liðinu í Manchester-borg. Á öllum vígstöðvum hefur hann sett saman lið sem hefur stungið af í deildinni og nú er fyrsti titillinn í augsýn með Manchester City. City liðið er komið með aðra höndina á enska meistaratitilinn eftir fjórtánda deildarsigurinn í röð á Old Trafford í gær. Liðið hefur ellefu stigum meira en United og það eru enn þrettán dagar til jóla. Guardiola hefur gerbreytt leikstíl Manchester City og frískað mikið upp á liðið. Það tók hann eitt tímabil að fá liðið til að ná alvöru tökum á leikstílnum hans en eftir að allir leikmennirnir hans voru farnir að hlaupa í takt þá virðist ekkert lið eiga lengur möguleika í City.Við getum spilað svona bolta „Fólk sagði að það gengi aldrei upp að spila eins og Barcelona í Englandi en það er mögulegt og við erum að gera það. Við getum spilað svona fótbolta í Englandi,“ sagði Pep Guardiola sigurreifur eftir leikinn í gær þar City vann Manchester slaginn 2-1. City vann engan titil á hans fyrsta tímabili með liðið og knattspyrnuspekingarnir voru farnir að tala um að Guardiola stíllinn skilaði ekki sama árangri í enska boltanum og annars staðar. Annað hefur komið á daginn á þessari leiktíð. „Ég vissi það líka á síðasta tímabili og ég hef alltaf haldið trú minni á það. Allir geta spilað sinn fótbolta og þess vegna er fótbolti svona falleg íþrótt. Ég er mjög ánægður með að fara bæði á Stamford Bridge og Old Trafford og vinna með þessum hætti,“ sagði Guardiola. City hefur þegar unnið útileiki sína á móti Manchester United og Chelsea og liðið hefur unnið heimaleikina á móti Liverpool og Arsenal með samtals sjö mörkum. Það eru bara Gylfi Þór Sigurðsson og félagar sem hafa náð að taka stig af City í fyrstu sextán umferðunum. City og Everton gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik Gylfa 21. ágúst en síðan hefur Manchester City ekki tapað einu einasta stigi í deildinni.Vísir/EPAJöfnuðu met Arsenal Aðeins eitt annað lið hefur náð að vinna fjórtán leiki í röð í efstu deild á Englandi en Arsenal náði því frá febrúar til ágúst 2002. City er því fyrsta liðið sem nær því á einu og sama tímabilinu. „Við unnum þennan leik af því að við vorum betra liðið. Það er enn bara desember en ef við verðum ennþá með ellefu stiga forystu þegar við mætum þeim aftur í apríl þá skal ég kannski segja að við séum komnir með titilinn,“ sagði Guardiola. Manchester City kom í leik draumanna í leikstjórahlutverkinu. United var aðeins með boltann í 35 prósent af leiktímanum sem er það versta hjá liðinu á Old Trafford síðan 2003-04 tímabilið. United spilaði varfærnislegan bolta eins og áður í leikjunum við hin toppliðin. Markið þeirra kom eftir varnarmistök en sömu sögu má segja af mörkum City manna. Bæði City mörkin komu nefnilega eftir misheppnaðar hreinsanir Romelo Lukaku í föstum leikatriðum. David Silva nýtti sér mistökin í fyrsta markinu en í því síðara var argentínski miðvörðurinn Nicolás Otamendi á réttum stað. Romelo Lukaku fékk þó tækifæri til að bæta fyrir mistökin í mörkunum í lokin en Ederson varði frábærlega frá honum og svo aftur frá Juan Mata í frákastinu.Amazing game. Such a big performance from everyone. We go again next week #mancity#KW2pic.twitter.com/Uam2Yalxrs — Kyle Walker (@kylewalker2) December 10, 2017 Líka með heppnina með sér „Það er ótrúlegt að við höfum fengið á okkur þessi tvö mörk sem þeir skoruðu. Þetta voru mörk sem komu upp úr engu eftir fráköst. Við gerðum bæði slæma hluti og góða hluti í þessum leik. Þeir eru mjög gott lið en þeir eru líka með heppnina með sér í liði og ákvarðanirnar féllu með þeim,“ sagði Jose Mourinho. „Ég er viss um að allir munu berjast fyrir stigunum og reyna að minnka forskotið en þeir eru komnir með mjög góða forystu,“ viðurkenndi Mourinho. Svo góða að það þarf nefnilega að endurskrifa söguna til að koma í veg fyrir að City vinni titilinn næsta vor. Ekkert lið hefur klúðrað svo góðri stöðu.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira