Innlent

Sími og skilríki nægja ekki lögreglu við rannsókn á líkfundi í Fossvogsdal

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar líkfund í Fossvogsdal.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar líkfund í Fossvogsdal. Vísir/Eyþór
„Við teljum okkur vita svo sem hver hann er en við þurfum bara að fá það staðfest,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um lík manns sem fannst í Fossvogsdalnum um klukkan fjögur á þriðjudag. Ekki hefur enn verið borið kennsl á hinn látna.

Margeir segir lögreglu ekki geta reitt sig á síma eða skilríki þegar kemur að því að bera kennsl á lík. Lífsýni geta hins vegar staðfest hver maðurinn var, fingraför og staðfesting á því hver maðurinn var frá einhverjum sem þekkti hann.

„Þetta þarf að liggja alveg ljóst fyrir,“ segir Margeir.

Lögreglan hefur rætt við öll vitni í tengslum við málið en Margeir segir að krufning muni leiða banamein mannsins í ljós.

Margeir segir að ekki sé grunur um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Er málið til rannsóknar og því ekki hægt að útiloka hvort um óhapp eða veikindi hafi verið að ræða.

Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ekki hafi verið langt liðið frá andláti mannsins og þar til hann fannst.


Tengdar fréttir

Líkfundur í Fossvogsdal

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um líkfund í Fossvogsdalnum í Reykjavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.