Fótbolti

Stuðningsmennirnir völdu Ingvar leikmann ársins | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingvar Jónsson í leik með Stjörnunni.
Ingvar Jónsson í leik með Stjörnunni. vísir/valli
Ingvar Jónsson var valinn leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum norska úrvalsdeildarliðinu Sandefjord.

Ingvar lék alla 30 deildarleiki Sandefjord á tímabilinu. Nýliðarnir enduðu í 13. sæti en voru lengi vel um miðja deild.

Markvörðurinn frá Njarðvík hefur verið í herbúðum Sandefjord síðan í fyrra. Þar áður lék hann með Start og Sandnes Ulf. Hérna heima lék Ingvar með uppeldisfélaginu Njarðvík og Stjörnunni sem hann varð Íslandsmeistari með árið 2014.

Ingvar hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland og var í íslenska hópnum sem fór á EM í Frakklandi í fyrra.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot af bestu markvörslum Ingvars á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×