City þurfti vítakeppni til að sigra Leicester Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2017 22:30 Leikmenn City fagna. Vísir/Getty Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira