City þurfti vítakeppni til að sigra Leicester Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2017 22:30 Leikmenn City fagna. Vísir/Getty Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira