BL innkallar Nissan Navara og kaupir upp Pathfinder Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 09:00 Þessi Nissan Navara varð á vegi ljósmyndara í vesturbæ Reykjavíkur. Dæmi eru um að Navara-bílar af tilteknum árgerðum hafi brotnað í tvennt vegna tæringar í grind. Vísir Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur. Bílar Neytendur Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur.
Bílar Neytendur Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent