Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 17:52 Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. Vísir/Ernir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina. Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina.
Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00