Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2017 20:24 Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Fulltrúadeildin hefur nú samþykkt umdeilt skattafrumvarp. Vísir/AFP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeild frumvarp um umfangsmestu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Stefnt er að því að öldungadeildin greiði atkvæði um frumvarpið seint í kvöld. Skoðanakannanir benda til þess að frumvarpið sé almennt óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Repúblikanar hafa haldið því fram að frumvarpið feli í sér meiriháttar skattalækkanir fyrir stórfyrirtæki, smærri fyrirtæki og einstaklinga og að það eigi eftir að ýta undir hagvöxt. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að það eigi þvert á móti eftir að stórauka fjárlagahalla ríkisins og að það hygli stóreignafólki á kostnað þeirra efnaminni, að því er segir í frétt BBC. „Þingið stendur nú við þröskuld sögulegs tækifæris,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni eftir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti frumvarpið örugglega. Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni verður tæpari en ekki fleiri en tveir repúblikanar mega ganga úr skaftinu ef þeir ætla að koma frumvarpinu í gegn. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stoðum verður kippt undan sjúkratryggingalögunum sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Þrátt fyrir það hafa þingmenn repúblikana sem greiddu atkvæði gegn afnámi laganna lýst yfir stuðningi við skattafrumvarpið. Ný skoðanakönnun CNN bendir til þess að 55% Bandaríkjamanna séu andsnúnir frumvarpinu. Um þriðjungur er því fylgjandi. Tveir af hverjum þremur svarendum telja frumvarpið koma þeim ríku betur en millistéttinni. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeild frumvarp um umfangsmestu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Stefnt er að því að öldungadeildin greiði atkvæði um frumvarpið seint í kvöld. Skoðanakannanir benda til þess að frumvarpið sé almennt óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Repúblikanar hafa haldið því fram að frumvarpið feli í sér meiriháttar skattalækkanir fyrir stórfyrirtæki, smærri fyrirtæki og einstaklinga og að það eigi eftir að ýta undir hagvöxt. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að það eigi þvert á móti eftir að stórauka fjárlagahalla ríkisins og að það hygli stóreignafólki á kostnað þeirra efnaminni, að því er segir í frétt BBC. „Þingið stendur nú við þröskuld sögulegs tækifæris,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni eftir að meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti frumvarpið örugglega. Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni verður tæpari en ekki fleiri en tveir repúblikanar mega ganga úr skaftinu ef þeir ætla að koma frumvarpinu í gegn. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stoðum verður kippt undan sjúkratryggingalögunum sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Þrátt fyrir það hafa þingmenn repúblikana sem greiddu atkvæði gegn afnámi laganna lýst yfir stuðningi við skattafrumvarpið. Ný skoðanakönnun CNN bendir til þess að 55% Bandaríkjamanna séu andsnúnir frumvarpinu. Um þriðjungur er því fylgjandi. Tveir af hverjum þremur svarendum telja frumvarpið koma þeim ríku betur en millistéttinni.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira