Háskólinn grípur til aðgerða vegna kynferðislegrar áreitni Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 11:37 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Pjetur Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli. MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli.
MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00