Innlent

Forsetahjónin heimsækja Dalabyggð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fyrstu opinberu heimsókn Guðna og Elizu í Sólheima skömmu eftir að Guðni tók við embætti.
Frá fyrstu opinberu heimsókn Guðna og Elizu í Sólheima skömmu eftir að Guðni tók við embætti. vísir/gva

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid fara í opinbera heimsókn í Dalabyggð næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands en forsetahjónin munu heimsækja menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu meðan á heimsókninni stendur.

Munu Guðni og Eliza meðal annars heimsækja Erpsstaði og ostagerð MS í Búðardal. Þá verður opinn fundur með þeim og sveitarstjórn og gestum þeirra í Leifsbúð á miðvikudag klukkan 16:40. Á fimmtudeginum munu Guðni og Eliza svo meðal annars koma við á Staðarhóli í Saurbæ og heimsækja Auðarskóla í Búðardal.

Heimsókn forsetahjónanna í Dalabyggð lýkur svo með fjölskylduhátíð í Dalabúð á fimmtudeginum sem hefst klukkan 17. Þar mn forsetinn flytja ávarp, nemendur Auðarskóla flytja tónlist, kórar Dalamanna syngja undir stjórn Halldórs Þorgils Þórðarsonar og harmonikkusveitin Nikkolína flytur nokkur lög. Gestum verður svo boðið að þiggja veitingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.