Fótbolti

Skoraði þegar við mættum Nígeríu síðast og kynnti nú nýja stuðningsmannatreyju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marteinn Geirsson með dóttur sinni Margréti Marteinsdóttur og barnabarni.
Marteinn Geirsson með dóttur sinni Margréti Marteinsdóttur og barnabarni. Vísir/Stefán
Marteinn Geirsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, tók sig vel út í nýrri stuðningsmannatreyju landsliðsins en hann var aðalfyrirsætan þegar Henson kynnti nýju treyjuna um mánaðarmótin.

Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi. Gamli landsliðsfyrirliðinn kom heldur betur við sögu í síðasta landsleik íslenska karlandsliðsins á móti Nígeríu.

Marteinn spilaði 67 landsleiki á árunum 1971 til 1982 og skoraði í þeim átta mörk. Hann var fyrirliði liðsins frá 1980 til 1982.

Marteinn kom mikið við sögu þegar Ísland og Nígería mættust í fyrsta og eina skiptið 22. ágúst 1981. Marteinn var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og innsiglaði sigurinn sautján mínútum fyrir leikslok.  

Marteinn lék líka verja frá sér vítaspyrnu í leiknum en fékk annað tækifæri á 73. mínútu og skoraði þá örygglega.

„Við vitum allt um Króatíu sem elta okkur í öll mót. Nígería er með mjög sterkt lið og svo þekkjum við Argentínu. Þetta verður bara mjög erfitt en skemmtilegt,“ sagði Marteinn Geirsson í viðtali þegar stuðningsmannatreyja Henson var kynnt á Hlíðarenda.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar Marteinn og Henson kynntu treyjuna sem gæti nú ratað í einhverja jólapakka seinna í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×