Innlent

Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kannski mun þessi heita Ævi.
Kannski mun þessi heita Ævi. Vísir/Getty
Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. Þá voru kvenmannsnöfnin Dóróþea og Ævi einnig samþykkt.Karlmannsnöfnunum Indra og Theadór var hins vegar hafnað.Þá var fallist á beiðni umsækjanda um að hann megi taka upp millinafnið Gasta. Nafnið fer þó ekki á mannanafnadrká og þá var kröfu umsækjandans hafnað um að eingöngu þeir megi bera millinafnið Gasta sem séu afkomendur föður hans.Til að mannanafnanefnd geti samþykkt nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá þarf öllum skilyrðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn að vera fullnægt.Skilyrðin eru þessi:Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.Nafnið skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977, um íslenska stafsetningu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.