Allt undir hjá Liverpool í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Jurgen Klopp var yfirvegaður og hress á fundinum í gær. Vísir/Getty Stuðningsmenn Liverpool þurfa að standa þétt við bakið á sínu liði í kvöld enda er ansi mikið undir hjá félaginu er Spartak frá Moskvu kemur í heimsókn. Þetta er lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. Liverpool er í efsta sæti E-riðils með 9 stig fyrir leikinn. Sevilla er í öðru sæti með 8 stig og Spartak er svo í því þriðja með 6 stig. Liverpool dugar jafntefli til þess að komast áfram í sextán liða úrslit og vinnur riðilinn með sigri. Tapist leikurinn aftur á móti þá er liðið í vondum málum.Liverpool má ekki tapa Liverpool og Spartak verða þá bæði með 9 stig en Spartak verður fyrir ofan í töflunni þar sem fyrri leikur liðanna fór 1-1. Sevilla mun að öllum líkindum klára Maribor og þá er Liverpool í þriðja sæti og fer í Evrópudeildina. Ef Sevilla gerir jafntefli og öll liðin enda með 9 stig verður Liverpool einnig í þriðja sæti. Það má því ekkert klikka.Þakklátur fyrir tækifærið „Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Ég vil ekki gera of mikið úr þessu en leikurinn er mjög stór. Það er mikil spenna og óvissa í gangi. Auðvitað mikil tækifæri líka og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, en það verður enginn Adam Lallana í liði Liverpool í kvöld en stjórinn er að fara sparlega með hann þar sem hann er að ná sér í gang eftir meiðsli. Liverpool hefur ekki tapað leik í riðlakeppninni og mætir til leiks í fínu formi enda ekki tapað í síðustu átta leikjum sínum. Þannig virkar ekki lífið „Góðir og slæmir hlutir hafa gerst í riðlakeppninni en þó aðallega góðir. Ég veit að margir segja að við ættum þegar að vera komnir áfram en þannig virkar ekki lífið. Spartak gæti sagt það sama eftir að hafa tapað stigum gegn Maribor. Bæði lið eru sterkari en þau voru er við mættum þeim síðast og þetta ætti því að vera spennandi leikur.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool þurfa að standa þétt við bakið á sínu liði í kvöld enda er ansi mikið undir hjá félaginu er Spartak frá Moskvu kemur í heimsókn. Þetta er lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. Liverpool er í efsta sæti E-riðils með 9 stig fyrir leikinn. Sevilla er í öðru sæti með 8 stig og Spartak er svo í því þriðja með 6 stig. Liverpool dugar jafntefli til þess að komast áfram í sextán liða úrslit og vinnur riðilinn með sigri. Tapist leikurinn aftur á móti þá er liðið í vondum málum.Liverpool má ekki tapa Liverpool og Spartak verða þá bæði með 9 stig en Spartak verður fyrir ofan í töflunni þar sem fyrri leikur liðanna fór 1-1. Sevilla mun að öllum líkindum klára Maribor og þá er Liverpool í þriðja sæti og fer í Evrópudeildina. Ef Sevilla gerir jafntefli og öll liðin enda með 9 stig verður Liverpool einnig í þriðja sæti. Það má því ekkert klikka.Þakklátur fyrir tækifærið „Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Ég vil ekki gera of mikið úr þessu en leikurinn er mjög stór. Það er mikil spenna og óvissa í gangi. Auðvitað mikil tækifæri líka og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, en það verður enginn Adam Lallana í liði Liverpool í kvöld en stjórinn er að fara sparlega með hann þar sem hann er að ná sér í gang eftir meiðsli. Liverpool hefur ekki tapað leik í riðlakeppninni og mætir til leiks í fínu formi enda ekki tapað í síðustu átta leikjum sínum. Þannig virkar ekki lífið „Góðir og slæmir hlutir hafa gerst í riðlakeppninni en þó aðallega góðir. Ég veit að margir segja að við ættum þegar að vera komnir áfram en þannig virkar ekki lífið. Spartak gæti sagt það sama eftir að hafa tapað stigum gegn Maribor. Bæði lið eru sterkari en þau voru er við mættum þeim síðast og þetta ætti því að vera spennandi leikur.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira