Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 10:54 Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar og segir í úrskurði héraðsdóms að umgengni móðurinnar við barnið hafi verið vika og vika. Þá sé barnið með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Í úrskurði héraðsdóms segir að á tímabilinu 13. til 19. mars síðastliðinn hafi móðirin haft umgengni síðast við barni ásamt núverandi sambýlismanni. Þau þrjú hafi farið til heimalands konunnar, án vitundar og samþykkis föðurins og barnið sé þar enn. Móðirin hafi svo snúið til Íslands til að vinna skömmu eftir að þau fóru út og er skráð til heimilis hér á landi.Ætlar ekki að koma til landsins með barnið nema dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár „Faðir barnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúi aftur heim en því hafi kærða neitað og hafi hún jafnframt hindrað föður í að hafa samskipti við barnið. Þá hafi kærða sagst ekki muna koma með barnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt, og væri hjá fjölskyldu kærðu þar í landi en hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Faðir barnsins hafi lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins þann 4. apríl sl. um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haagsamningsins. Beiðnin hafi verið send [...] yfirvöldum og mun málið nú vera komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þann 8. september sl. hafi faðirinn krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og þann 28. nóvember sl. hafi fallið úrskurður þess efnis, sbr. mál E-[...]/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og kvaðst hún ætla að fara til [...] þann 18. desember nk. Þá kvaðst hún ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Var því fallist á kröfu lögreglunnar um að hún skuli sæta farbanni en dóm Hæstaréttar og úrskurð héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar og segir í úrskurði héraðsdóms að umgengni móðurinnar við barnið hafi verið vika og vika. Þá sé barnið með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Í úrskurði héraðsdóms segir að á tímabilinu 13. til 19. mars síðastliðinn hafi móðirin haft umgengni síðast við barni ásamt núverandi sambýlismanni. Þau þrjú hafi farið til heimalands konunnar, án vitundar og samþykkis föðurins og barnið sé þar enn. Móðirin hafi svo snúið til Íslands til að vinna skömmu eftir að þau fóru út og er skráð til heimilis hér á landi.Ætlar ekki að koma til landsins með barnið nema dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár „Faðir barnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúi aftur heim en því hafi kærða neitað og hafi hún jafnframt hindrað föður í að hafa samskipti við barnið. Þá hafi kærða sagst ekki muna koma með barnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt, og væri hjá fjölskyldu kærðu þar í landi en hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Faðir barnsins hafi lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins þann 4. apríl sl. um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haagsamningsins. Beiðnin hafi verið send [...] yfirvöldum og mun málið nú vera komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þann 8. september sl. hafi faðirinn krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og þann 28. nóvember sl. hafi fallið úrskurður þess efnis, sbr. mál E-[...]/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og kvaðst hún ætla að fara til [...] þann 18. desember nk. Þá kvaðst hún ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Var því fallist á kröfu lögreglunnar um að hún skuli sæta farbanni en dóm Hæstaréttar og úrskurð héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira