Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2017 20:00 Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira