Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2017 20:00 Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira