Innlent

Gáfu milljón til kvennaathvarfs

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Styrkurinn afhentur í gær.
Styrkurinn afhentur í gær.

Kvennaathvarfið fékk í gær eina milljón króna í styrk frá trúfélaginu Zuism. „Styrkurinn er hluti af þeirri upphæð meðlima Zuism sem völdu að láta sóknargjöld sín renna til góðra málefna,“ segir í tilkynningu frá almannatengli félagsins.

„Þessi styrkur mun fara í að bæta lífsgæði þeirra kvenna sem hingað leita og auka sérfræðiþjónustu sem er mjög mikilvægt,“ er haft eftir Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins.

Áður hefur Zuism styrkt Barnaspítala Hringsins um 1,1 milljón og UNICEF um 300 þúsund krónur.


Tengdar fréttir

Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag

Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.