Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 09:55 Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Reykjavíkurborg Gert hefur verið við rafmagnstruflanir á tjaldsvæðinu í Laugardal en íbúar á svæðinu kvörtuðu yfir endurteknum rafmagnstruflunum þegar vettvangs- og ráðgjafateymi á vegum velferðarsviðs borgarinnar fór og kannaði aðstæður hjá íbúum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Eins og Vísir greindi frá í gær fór rafmagn af á tjaldsvæðinu um miðnætti þar síðustu nótt og var svæðið án rafmagns í gær. Það kólnaði hratt í hjólhýsum og húsbílum en frostið fór niður í um átta gráður svo mjög kalt var á tjaldsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að bakvakt verði sett upp til að hægt verði að bregðast við frekari rafmagnstruflunum. Þá hefur verið sótt um stærri heimtaug til Veitna.Flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaðiVettvangs- og ráðgjafateymi velferðarsviðs kannaði aðstæður hjá fimmtán af þeim sautján íbúum sem dvelja á tjaldsvæðinu. Spurt var meðal annars hversu lengi viðkomandi hafði búið í þessum aðstæðum, hvert lögheimili væri og hvort viðkomandi myndi þiggja tilboð um leiguherbergi. Segir í tilkynningunni að flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði en að aðrar ástæður hafi einnig verið nefndar. Fjórir af þessum einstaklingum eiga lögheimili í Reykjavík, tíu eru úr öðrum sveitarfélögum og hjá þremur er lögheimili óþekkt.Einungis þrír myndu þiggja tilboð um leiguherbergiFram kemur að einungis þrír kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi. Tveir þeirra sem höfnuðu tilboði um leiguherbergi myndu hugsanlega þiggja tilboð þar sem hægt væri að vera með hund. Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Allir íbúar á tjaldsvæðinu höfðu rafmagn til að kynda upp hjá sér en eins og fyrr segir þá kvörtuðu þeir yfir stöðugum rafmagnstruflunum. Einnig var kvartað undan slæmu aðgengi að salerni á næturnar. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Gert hefur verið við rafmagnstruflanir á tjaldsvæðinu í Laugardal en íbúar á svæðinu kvörtuðu yfir endurteknum rafmagnstruflunum þegar vettvangs- og ráðgjafateymi á vegum velferðarsviðs borgarinnar fór og kannaði aðstæður hjá íbúum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Eins og Vísir greindi frá í gær fór rafmagn af á tjaldsvæðinu um miðnætti þar síðustu nótt og var svæðið án rafmagns í gær. Það kólnaði hratt í hjólhýsum og húsbílum en frostið fór niður í um átta gráður svo mjög kalt var á tjaldsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að bakvakt verði sett upp til að hægt verði að bregðast við frekari rafmagnstruflunum. Þá hefur verið sótt um stærri heimtaug til Veitna.Flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaðiVettvangs- og ráðgjafateymi velferðarsviðs kannaði aðstæður hjá fimmtán af þeim sautján íbúum sem dvelja á tjaldsvæðinu. Spurt var meðal annars hversu lengi viðkomandi hafði búið í þessum aðstæðum, hvert lögheimili væri og hvort viðkomandi myndi þiggja tilboð um leiguherbergi. Segir í tilkynningunni að flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði en að aðrar ástæður hafi einnig verið nefndar. Fjórir af þessum einstaklingum eiga lögheimili í Reykjavík, tíu eru úr öðrum sveitarfélögum og hjá þremur er lögheimili óþekkt.Einungis þrír myndu þiggja tilboð um leiguherbergiFram kemur að einungis þrír kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi. Tveir þeirra sem höfnuðu tilboði um leiguherbergi myndu hugsanlega þiggja tilboð þar sem hægt væri að vera með hund. Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Allir íbúar á tjaldsvæðinu höfðu rafmagn til að kynda upp hjá sér en eins og fyrr segir þá kvörtuðu þeir yfir stöðugum rafmagnstruflunum. Einnig var kvartað undan slæmu aðgengi að salerni á næturnar.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira