Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Það mátti greina mikla ánægju á miðstjórnarfundi Zanu-PF þegar forsetinn var settur af. vísir/afp Robert Mugabe, forseta Simbabve, hafa verið settir afarkostir. Annaðhvort segi hann af sér sem forseti landsins af sjálfsdáðum eða verði ella hrakinn úr embætti með vantrausti þingsins. Mugabe hefur verið gefinn frestur til miðdegis í dag til að segja af sér. Forsetinn ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við því að í ávarpinu myndi hann segja af sér en öldungurinn skautaði alfarið fram hjá því.Robert Mugabe, forseti Simbabvevísir/afp„Við verðum að læra að fyrirgefa og jafna ágreining, raunverulegan jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem Simbabve hefur vanist. […] Ég er sannfærður um, að frá og með kvöldinu í kvöld muni landið okkar setja stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe í ávarpinu. Hann lauk því á orðunum „þakka ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann ekki minnst einu orði á mögulega afsögn eða þá pressu sem flokkurinn hafði sett á hann. Simbabve hefur verið í hers höndum frá því um miðja síðustu viku. Hermenn á skriðdrekum óku þá inn í höfuðborgina Harare og settu forsetann í stofufangelsi. Í raun var um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir aðgerðinni var sú að forsetinn rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa, úr embætti auk þess sem aðrar hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru illa í herinn. „Við komum saman hér í dag af illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe og þeir sem standa henni næst hafa nýtt sér bágt ástand forsetans til að skara eld að sinni köku,“ sagði Opert Mpofu, innanríkisráðherra, á miðstjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð ykkur velkomna á þennan sögulega fund sem mun marka þáttaskil, ekki aðeins fyrir land vort heldur einnig fyrir flokkinn.“ Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem Mugabe var settur af sem formaður og Mnangagwa gerður að formanni í hans stað. Að auki voru áðurnefndir afarkostir samþykktir af fulltrúum fundarins og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, rekin með skömm úr flokknum ásamt sínum helstu samstarfsmönnum. Um helgina flykktist fólk út á götur og fagnaði því að valdatíð hins 93 ára gamla Mugabe væri brátt á enda. Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt óhugsandi. Mugabe hefur stýrt landinu, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti, frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Robert Mugabe, forseta Simbabve, hafa verið settir afarkostir. Annaðhvort segi hann af sér sem forseti landsins af sjálfsdáðum eða verði ella hrakinn úr embætti með vantrausti þingsins. Mugabe hefur verið gefinn frestur til miðdegis í dag til að segja af sér. Forsetinn ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við því að í ávarpinu myndi hann segja af sér en öldungurinn skautaði alfarið fram hjá því.Robert Mugabe, forseti Simbabvevísir/afp„Við verðum að læra að fyrirgefa og jafna ágreining, raunverulegan jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem Simbabve hefur vanist. […] Ég er sannfærður um, að frá og með kvöldinu í kvöld muni landið okkar setja stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe í ávarpinu. Hann lauk því á orðunum „þakka ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann ekki minnst einu orði á mögulega afsögn eða þá pressu sem flokkurinn hafði sett á hann. Simbabve hefur verið í hers höndum frá því um miðja síðustu viku. Hermenn á skriðdrekum óku þá inn í höfuðborgina Harare og settu forsetann í stofufangelsi. Í raun var um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir aðgerðinni var sú að forsetinn rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa, úr embætti auk þess sem aðrar hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru illa í herinn. „Við komum saman hér í dag af illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe og þeir sem standa henni næst hafa nýtt sér bágt ástand forsetans til að skara eld að sinni köku,“ sagði Opert Mpofu, innanríkisráðherra, á miðstjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð ykkur velkomna á þennan sögulega fund sem mun marka þáttaskil, ekki aðeins fyrir land vort heldur einnig fyrir flokkinn.“ Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem Mugabe var settur af sem formaður og Mnangagwa gerður að formanni í hans stað. Að auki voru áðurnefndir afarkostir samþykktir af fulltrúum fundarins og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, rekin með skömm úr flokknum ásamt sínum helstu samstarfsmönnum. Um helgina flykktist fólk út á götur og fagnaði því að valdatíð hins 93 ára gamla Mugabe væri brátt á enda. Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt óhugsandi. Mugabe hefur stýrt landinu, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti, frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38