Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 10:24 Það tók þrjá tíma fyrir björgunarsveitarmenn að komast upp Holtavörðuheiði frá Hvammstanga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Landsbjorg. Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14