Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 07:14 Frá kafaldsbyl á Holtavörðuheiði. STEINGRÍMUR ÞÓRÐARSON Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. Norðansveitirnar voru kallaðar út upp úr miðnætti og hinar sveitirnar undir morgun. Fréttastofu er ekki kunnugt um slys í þessum tilvikum og ekki er nánar vitað um líðan fólksins í bílunum. Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti í dag er beðið að athuga veðurspá og færð á vegum áður en það heldur af stað.Á vef Vegagerðinnar segir:Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkssléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 500 tonn af snjóÞá er Siglufjarðarvegur enn ófær eftir að stórt snjóflóð féll á hann udir kvöld í gær, skammt vestan við Strákagöng. Í gærkvöldi féll svo stórt flóð á veginn um Ólafsfjarðarmúla og lokaði honum og Súðavíkurhlíð var svo lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu og féll þar flóð í nótt. Flóðin á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla mælast 2,5 stig, sem þýðir að 100 til 500 tonn af snjó hafi fallið fram. Slík flóð geta hæglega kaffært heilu bílana og valdið tjóni á mannvirkjum en engin mun hafa verið á ferð á þessum slóðum þegar flóðin féllu. Aðstæður til að opna vegina á ný verða kannaðar í birtingu. Veðurstofan segir að töluverð snjóflóðahætta sé á utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestfjörðum og nokkur hætta á Austfjörðum, en áfram er spáð snjókomu og skafrenningi á þessum slóðum næstu daga.Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.VeðurstofanAllt landið gult Veðurstofan spáir hvassviðri eðs stormi um allt land í dag og víða snjókomu og skafrenningi. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið og segir Veðurstofan útlit sé fyrir slæmt ferðaveður, annað hvort í stífum vindi með ofankomu eða vegna varasamra vindstrengja. Fólk er því hvatt til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í ferðir um þjóðvegina. Á þetta við bæði um fjallvegi og á láglendi. Þegar líður á daginn má búast við að vindhviður geti farið upp í allt á 40 metra á sekúndu suðaustanlands, einkum í Öræfum. Spáin er áfram slæm næstu daga þannig að búast má við að færð spillist víða. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. Norðansveitirnar voru kallaðar út upp úr miðnætti og hinar sveitirnar undir morgun. Fréttastofu er ekki kunnugt um slys í þessum tilvikum og ekki er nánar vitað um líðan fólksins í bílunum. Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti í dag er beðið að athuga veðurspá og færð á vegum áður en það heldur af stað.Á vef Vegagerðinnar segir:Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkssléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 500 tonn af snjóÞá er Siglufjarðarvegur enn ófær eftir að stórt snjóflóð féll á hann udir kvöld í gær, skammt vestan við Strákagöng. Í gærkvöldi féll svo stórt flóð á veginn um Ólafsfjarðarmúla og lokaði honum og Súðavíkurhlíð var svo lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu og féll þar flóð í nótt. Flóðin á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla mælast 2,5 stig, sem þýðir að 100 til 500 tonn af snjó hafi fallið fram. Slík flóð geta hæglega kaffært heilu bílana og valdið tjóni á mannvirkjum en engin mun hafa verið á ferð á þessum slóðum þegar flóðin féllu. Aðstæður til að opna vegina á ný verða kannaðar í birtingu. Veðurstofan segir að töluverð snjóflóðahætta sé á utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestfjörðum og nokkur hætta á Austfjörðum, en áfram er spáð snjókomu og skafrenningi á þessum slóðum næstu daga.Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.VeðurstofanAllt landið gult Veðurstofan spáir hvassviðri eðs stormi um allt land í dag og víða snjókomu og skafrenningi. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið og segir Veðurstofan útlit sé fyrir slæmt ferðaveður, annað hvort í stífum vindi með ofankomu eða vegna varasamra vindstrengja. Fólk er því hvatt til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í ferðir um þjóðvegina. Á þetta við bæði um fjallvegi og á láglendi. Þegar líður á daginn má búast við að vindhviður geti farið upp í allt á 40 metra á sekúndu suðaustanlands, einkum í Öræfum. Spáin er áfram slæm næstu daga þannig að búast má við að færð spillist víða.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira