Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Líklegasta skýringin á skjálftum og vísbendingum um landris virðist vera sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur. Fréttablaðið/Jói K. „Það taka þessu allir af stóískri ró sem ég hef rætt við,“ segir G. Stígur Reynisson, sóknarprestur í Hofskirkju í Öræfum, um jarðhræringarnar í Öræfajökli undanfarið. Þessar hræringar kunna að leiða til eldgoss og hlaups úr jöklinum. „Fólk er voðalega rólegt. Það er einhvern veginn búið að bíta það í sig að þetta gerist ef það gerist og þá verður tekið á því,“ segir presturinn. Þessi lýsing kemur heim og saman við upplifun þeirra íbúa sem Fréttablaðið ræddi við. „Ég held að það séu nú bara flestir rólegir enn þá. Það er svo sem ekkert annað að gera,“ segir Eyþór Sigurðsson á Hofi í Öræfum og Nökkvi Reyr Guðfinnsson, starfsmaður í söluskálanum Freysnesi, er líka sallarólegur. „Ef þetta gerist þá bara gerist þetta. En maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir Nökkvi Reyr.G. Stígur ReynissonMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Fréttablaðið að niðurstöður vatnamælinga Veðurstofunnar bendi til þess að rennsli úr jöklinum hafi farið heldur minnkandi. Um helgina voru sýni tekin úr vatninu sem rennur úr jöklinum, meðal annars í Kvíá. Niðurstöður efnafræðirannsóknar benda til þess að ekki séu kvikugös í vatninu heldur sé um að ræða aukningu jarðhitavatns sem geti skýrt stækkun sigketilsins á jöklinum. Magnús Tumi segir þessar niðurstöður ekki benda til þess að kvika sé komin upp í jarðhitakerfið. „En hins vegar eru allir sammála um það að líklegasta skýringin á þessum atburðum, skjálftum sem hafa verið og vísbendingum um landris, sé sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur,“ segir Magnús Tumi. „En það eru enn sem komið er ekki vísbendingar um það að gos sé yfirvofandi,“ segir hann. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sem sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. „Það er sprungumyndun í Öræfajökli sem er afleiðing af þessu vatnsrennsli. Við verðum bara að fylgjast með þessu, en ekki líta svo á að það sé að fara að skella á eldgos alveg á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
„Það taka þessu allir af stóískri ró sem ég hef rætt við,“ segir G. Stígur Reynisson, sóknarprestur í Hofskirkju í Öræfum, um jarðhræringarnar í Öræfajökli undanfarið. Þessar hræringar kunna að leiða til eldgoss og hlaups úr jöklinum. „Fólk er voðalega rólegt. Það er einhvern veginn búið að bíta það í sig að þetta gerist ef það gerist og þá verður tekið á því,“ segir presturinn. Þessi lýsing kemur heim og saman við upplifun þeirra íbúa sem Fréttablaðið ræddi við. „Ég held að það séu nú bara flestir rólegir enn þá. Það er svo sem ekkert annað að gera,“ segir Eyþór Sigurðsson á Hofi í Öræfum og Nökkvi Reyr Guðfinnsson, starfsmaður í söluskálanum Freysnesi, er líka sallarólegur. „Ef þetta gerist þá bara gerist þetta. En maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir Nökkvi Reyr.G. Stígur ReynissonMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Fréttablaðið að niðurstöður vatnamælinga Veðurstofunnar bendi til þess að rennsli úr jöklinum hafi farið heldur minnkandi. Um helgina voru sýni tekin úr vatninu sem rennur úr jöklinum, meðal annars í Kvíá. Niðurstöður efnafræðirannsóknar benda til þess að ekki séu kvikugös í vatninu heldur sé um að ræða aukningu jarðhitavatns sem geti skýrt stækkun sigketilsins á jöklinum. Magnús Tumi segir þessar niðurstöður ekki benda til þess að kvika sé komin upp í jarðhitakerfið. „En hins vegar eru allir sammála um það að líklegasta skýringin á þessum atburðum, skjálftum sem hafa verið og vísbendingum um landris, sé sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur,“ segir Magnús Tumi. „En það eru enn sem komið er ekki vísbendingar um það að gos sé yfirvofandi,“ segir hann. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sem sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. „Það er sprungumyndun í Öræfajökli sem er afleiðing af þessu vatnsrennsli. Við verðum bara að fylgjast með þessu, en ekki líta svo á að það sé að fara að skella á eldgos alveg á næstunni,“ segir Magnús Tumi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira