Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 12:42 Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Ernir Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sveinn Gestur neitar alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði, segir Jón Trausta Lúthersson bera ábyrgð á mestum hluta áverkanna á líkama Arnars. Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars, sem og nágranna eru á annan veg. Jón Trausti og Sveinn Gestur komu að Æsustöðum ásamt fjórum öðrum á tveimur bílum að kvöldi 7. júní til að sækja verkfæri sem voru í eigu Sveins Gests. Í skýrslu sinni sagði Sveinn Gestur að Arnar hafi tekið á móti gestunum mjög æstur og að hann hafi augljóslega verið í miklu uppnámi. Hann hafi verið ógnandi og kreppt hnefana. „Ég hafði ekki séð hann svona áður. Ég spurði hvort það væri allt í lagi,” sagði Sveinn Gestur.Jón Trausti hafi ráðist á Arnar með neyðarhamriArnar hafi þá æst sig mjög, öskrað á Svein Gest, hrint honum og reynt að slá til hans. Hann segir að honum hafi brugðið mikið og viljað koma sér burt frá Æsustöðum. Þegar þeir hafi ætlað að keyra af stað hafi Arnar sótt kústskaft og slegið í bílinn. Heyrst hafi í Heiðdísi, unnustu Arnars, öskra að Arnari að hætta. Arnar hafi tekist að gera gat á framrúðu bíls Sveins Gests með kústskaftinu. Þegar Sveinn Gestur og samferðafólk hans hafi ætlað að yfirgefa svæðið hafi Jón Trausti stöðvað bíl sinn fyrir framan bíl Sveins Gests. Hann hafi hringt í lögregluna þá og þegar og látið vita að verið væri að ráðast á þau og að þau vantaði aðstoð. Arnar hafi þá komið hlaupandi niður brekkuna með járnstöng, Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari með neyðarhamar og til átaka hafi komið á milli þeirra. „Við hefðum átt að koma okkur burt og láta lögregluna sjá um þetta. Það var það sem ég vildi gera allan tímann. Þegar ég kem að þeim þá liggur Arnar blóðugur undir Jóni,” sagði Sveinn Gestur.Frá vettvangi að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. Dómari, verjandi og saksóknari tóku út vettvanginn í morgun.vísir/eyþórJón og Arnar ekki átt skap samanJón hafi þá haft Arnar í hálstaki og segist Sveinn hafa sagt við Jón að hann skyldi taka við vegna þess að hann hafði áhyggjur af vini sínum. Jóni og Arnari hafi ekki komið vel saman þegar þeir voru samstarfsmenn í fyrirtæki Sveins Gests. „Jón spyr hvort ég hafi virkilega hringt í lögregluna. Auðvitað sagðist ég hafa gert það, það hefði verið að ráðast á okkur. Svo lít ég á Arnar og sé að hann liggur hreyfingarlaus, ég athuga lífsmörk og hef endurlífgun.” Eitthvað misræmi var í frásögn Sveins Gests fyrir dómi og fyrstu skýrslu hans hjá lögreglu. Við skýrslutökur hjá lögreglu hafi aðkoma Jóns Trausta ekki komið fram.Segir Svein Gest hafa ráðist á Arnar og hin horft áHeiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta Arnars, gaf vitni fyrir dómi í kjölfar skýrslu Sveins Gests. Hún lýsir atburðarásinni á annan hátt en Sveinn Gestur. Hún segir Arnar hafa farið út til að taka á móti gestunum, þegar hún hafi litið út um gluggann stuttu seinna hafi Arnar legið á jörðinni á bakinu. Sveinn Gestur hafi verið að slá til hans og sparka á meðan hin fimm stóðu hjá. Þau hafi meðal annars keyrt yfir fótlegg hans tvisvar og keyrt svo í burtu. Þá hafi Arnar sótt kúst inn í hesthús og kastar að bíl Sveins og gerði gat á framrúðuna. Hann hafi haltrað á eftir þeim niður brekkuna með járnrör í höndunum og bæði Sveinn Gestur og Jón Trausti hafi mætt honum í brekkunni. Þá hafi Sveinn Gestur veist að Arnari, haldið honum á jörðinni og veitt honum hnefahögg. „Svo fattar hann að hann er meðvitundarlaus. Svo hefst eitthvað klaufaleg hjartahnoð.”Jón Trausti er einn þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ríkissaksóknari skoðar ákvörðun um að ákæra ekki fleiri.Jón hvatt Svein Gest áframHeiðdís segir að Jón Trausti hafi átt einhvern hlut í atburðarásinni neðar í brekkunni en ekki fyrir utan heimilið. Nágranni Heiðdísar og Arnars á Æsustöðum bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Saga hans er afar keimlík sögu Heiðdísar og minnist hann þess ekki að Jón Trausti hafi tekið beinan þátt í mestu áflogunum í brekkunni og aldrei tekið Arnar hálstaki. Hann hafi þó klappað Sveini Gesti á öxlina eins og til að hvetja hann áfram. Sveinn Gestur segist sannfærður um að Arnar hafi verið undir áhrifum einhverskonar fíkniefna þetta umrædda kvöld og nefndi amfetamín í því samhengi. Heiðdís segir það ekki passa en að Arnar hafi tekið amfetamínskyld lyf við þunglyndi. Annars hafi hann verið í jafnvægi þennan dag. Nágranninn segir að Arnar hafi verið í miklu uppnámi, en hann teldi það eðlilegt undir þessum kringumstæðum. „Ég hefði orðið miklu brjálaðri en hann var.” Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag og mun Jón Trausti bera vitni eftir hádegi. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sveinn Gestur neitar alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði, segir Jón Trausta Lúthersson bera ábyrgð á mestum hluta áverkanna á líkama Arnars. Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars, sem og nágranna eru á annan veg. Jón Trausti og Sveinn Gestur komu að Æsustöðum ásamt fjórum öðrum á tveimur bílum að kvöldi 7. júní til að sækja verkfæri sem voru í eigu Sveins Gests. Í skýrslu sinni sagði Sveinn Gestur að Arnar hafi tekið á móti gestunum mjög æstur og að hann hafi augljóslega verið í miklu uppnámi. Hann hafi verið ógnandi og kreppt hnefana. „Ég hafði ekki séð hann svona áður. Ég spurði hvort það væri allt í lagi,” sagði Sveinn Gestur.Jón Trausti hafi ráðist á Arnar með neyðarhamriArnar hafi þá æst sig mjög, öskrað á Svein Gest, hrint honum og reynt að slá til hans. Hann segir að honum hafi brugðið mikið og viljað koma sér burt frá Æsustöðum. Þegar þeir hafi ætlað að keyra af stað hafi Arnar sótt kústskaft og slegið í bílinn. Heyrst hafi í Heiðdísi, unnustu Arnars, öskra að Arnari að hætta. Arnar hafi tekist að gera gat á framrúðu bíls Sveins Gests með kústskaftinu. Þegar Sveinn Gestur og samferðafólk hans hafi ætlað að yfirgefa svæðið hafi Jón Trausti stöðvað bíl sinn fyrir framan bíl Sveins Gests. Hann hafi hringt í lögregluna þá og þegar og látið vita að verið væri að ráðast á þau og að þau vantaði aðstoð. Arnar hafi þá komið hlaupandi niður brekkuna með járnstöng, Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari með neyðarhamar og til átaka hafi komið á milli þeirra. „Við hefðum átt að koma okkur burt og láta lögregluna sjá um þetta. Það var það sem ég vildi gera allan tímann. Þegar ég kem að þeim þá liggur Arnar blóðugur undir Jóni,” sagði Sveinn Gestur.Frá vettvangi að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. Dómari, verjandi og saksóknari tóku út vettvanginn í morgun.vísir/eyþórJón og Arnar ekki átt skap samanJón hafi þá haft Arnar í hálstaki og segist Sveinn hafa sagt við Jón að hann skyldi taka við vegna þess að hann hafði áhyggjur af vini sínum. Jóni og Arnari hafi ekki komið vel saman þegar þeir voru samstarfsmenn í fyrirtæki Sveins Gests. „Jón spyr hvort ég hafi virkilega hringt í lögregluna. Auðvitað sagðist ég hafa gert það, það hefði verið að ráðast á okkur. Svo lít ég á Arnar og sé að hann liggur hreyfingarlaus, ég athuga lífsmörk og hef endurlífgun.” Eitthvað misræmi var í frásögn Sveins Gests fyrir dómi og fyrstu skýrslu hans hjá lögreglu. Við skýrslutökur hjá lögreglu hafi aðkoma Jóns Trausta ekki komið fram.Segir Svein Gest hafa ráðist á Arnar og hin horft áHeiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta Arnars, gaf vitni fyrir dómi í kjölfar skýrslu Sveins Gests. Hún lýsir atburðarásinni á annan hátt en Sveinn Gestur. Hún segir Arnar hafa farið út til að taka á móti gestunum, þegar hún hafi litið út um gluggann stuttu seinna hafi Arnar legið á jörðinni á bakinu. Sveinn Gestur hafi verið að slá til hans og sparka á meðan hin fimm stóðu hjá. Þau hafi meðal annars keyrt yfir fótlegg hans tvisvar og keyrt svo í burtu. Þá hafi Arnar sótt kúst inn í hesthús og kastar að bíl Sveins og gerði gat á framrúðuna. Hann hafi haltrað á eftir þeim niður brekkuna með járnrör í höndunum og bæði Sveinn Gestur og Jón Trausti hafi mætt honum í brekkunni. Þá hafi Sveinn Gestur veist að Arnari, haldið honum á jörðinni og veitt honum hnefahögg. „Svo fattar hann að hann er meðvitundarlaus. Svo hefst eitthvað klaufaleg hjartahnoð.”Jón Trausti er einn þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ríkissaksóknari skoðar ákvörðun um að ákæra ekki fleiri.Jón hvatt Svein Gest áframHeiðdís segir að Jón Trausti hafi átt einhvern hlut í atburðarásinni neðar í brekkunni en ekki fyrir utan heimilið. Nágranni Heiðdísar og Arnars á Æsustöðum bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Saga hans er afar keimlík sögu Heiðdísar og minnist hann þess ekki að Jón Trausti hafi tekið beinan þátt í mestu áflogunum í brekkunni og aldrei tekið Arnar hálstaki. Hann hafi þó klappað Sveini Gesti á öxlina eins og til að hvetja hann áfram. Sveinn Gestur segist sannfærður um að Arnar hafi verið undir áhrifum einhverskonar fíkniefna þetta umrædda kvöld og nefndi amfetamín í því samhengi. Heiðdís segir það ekki passa en að Arnar hafi tekið amfetamínskyld lyf við þunglyndi. Annars hafi hann verið í jafnvægi þennan dag. Nágranninn segir að Arnar hafi verið í miklu uppnámi, en hann teldi það eðlilegt undir þessum kringumstæðum. „Ég hefði orðið miklu brjálaðri en hann var.” Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag og mun Jón Trausti bera vitni eftir hádegi.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02