Þjóðarsorg í Egyptalandi Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 25. nóvember 2017 07:00 Sjúkraliðar fá leiðsögn á vettvangi á Sínaískaga í gær. Nordicphotos/AFP Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæðinu. Átökin hófust eftir að íslamistanum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í baráttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaískaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaískaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggisráðið á fund stuttu eftir árásina. Lofaði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hugmyndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villimannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Minnst 235 eru látnir og yfir hundrað sárir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar. Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hverjir voru þar á ferð en egypsk stjórnvöld hafa frá árinu 2013 staðið í baráttu við herskáa öfgamenn íslamista á svæðinu. Átökin hófust eftir að íslamistanum Mohamed Morsi var bolað úr stóli forseta landsins. Að minnsta kosti þúsund meðlimir öryggissveita landsins hafa fallið í bardögunum. Fjöldi fallinna vígamanna liggur ekki fyrir. Aukin harka hefur færst í baráttuna undanfarnar vikur. Yfirlýst neyðarástand hefur verið á Sínaískaganum frá því að 31 hermaður féll í sprengjuárás árið 2014. Þá lýsti forseti landsins, Abdul Fattah al-Sisi, svæðinu sem „útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn“. Engir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að svæðinu undanfarin ár. Gildir það einnig um miðla í eigu egypska ríkisins. Lítið er því að fá um upplýsingar frá svæðinu utan þeirra tilkynninga sem herinn sendir frá sér. Ef tala látinna fæst staðfest er um að ræða mannskæðustu árás í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árásin á flugvél Metrojet árið 2015. Flugvélin var sprengd yfir norðanverðum Sínaískaga og fórust 224 í þeirri árás. Þá er árás gærdagsins jafnframt sú fyrsta þar sem vígamenn ráðast á safnaðarmeðlimi inni í mosku. Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, boðaði þjóðaröryggisráðið á fund stuttu eftir árásina. Lofaði Sisi að bregðast við árásinni af „mikilli hörku“. Ýmsir þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og Sisi, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Hryllileg og löðurmannleg árás á saklausa og varnarlausa Egypta. Heimurinn má ekki umbera hryðjuverkamenn. Við þurfum að beita hernaðarafli gegn þeim og afsanna þeirra öfgafullu hugmyndafræði,“ tísti Trump. Ahmed Aboul Gheit, leiðtogi Arababandalagsins, fordæmdi árásina einnig. „Hrikalegur glæpur sem sýnir enn á ný fram á að íslam á ekkert skylt við öfgafulla hugmyndafræði hryðjuverkamanna.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var afgerandi: „Ég fordæmi þessa villimannlegu hryðjuverkaárás á mosku á Sínaískaga. Hugur minn er hjá öllum þeim sem árásin hefur áhrif á og Egyptum öllum.“ Egyptaland er ekki aðili að NATO en George H. W. Bush útnefndi ríkið sérstakan bandamann NATO 1989.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Á þriðja hundrað látnir í sprengjuárás á Sínaí-skaga Vígamenn réðust á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi. Á þriðja hundrað eru látnir vegna sprengju- og skotárásarinnar. 24. nóvember 2017 12:33