Enski boltinn

Mourinho segir Mkhitaryan vera á hraðri niðurleið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Er Móri búinn að gefast upp á Mkhitaryan?
Er Móri búinn að gefast upp á Mkhitaryan? vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, gagnrýnir Henrikh Mkhitaryan nokkuð harkalega og segir frammistöðu Armenans vera á hraðri niðurleið.

Mkhitaryan hefur ekki verið í leikmannahópi Man Utd í síðustu tveimur leikjum en hann er í hópnum í dag þegar liðið fær Brighton í heimsókn.

„Ég hef ekki verið ánægður með frammistöðuna hans. Ég er ekki að tala um einn eða tvo leiki, heldur fjóra eða fimm leiki.“

„Hann byrjaði tímabilið vel en frammistaða hans, markaskorun, stoðsendingar, hvernig hann sinnir pressunni og nær liðinu með sér sem tía. Allir þessir hlutir hafa verið á niðurleið.“

„Það er ástæðan fyrir því að ég tók hann úr liðinu. Aðrir leikmenn hafa lagt hart að sér til að fá tækifæri og allir þurfa að gera það. Þetta er mjög einfalt,“ segir Mourinho.

Hinn 28 ára gamli Mkhitaryan gekk til liðs við Man Utd frá Borussia Dortmund fyrir tæpar 30 milljónir punda árið 2016 og hefur skorað þrettán mörk í 57 leikjum fyrir enska stórveldið en Dortmund ku hafa áhuga á að endurheimta kappann.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×