Innlent

Björt Ólafsdóttir er nýr formaður Bjartar framtíðar

Anton Egilsson skrifar
Björt Ólafsdóttir var ein í framboði til formanns.
Björt Ólafsdóttir var ein í framboði til formanns. Vísir/Laufey Elíasdóttir
Björt Ólafs­dótt­ir var sjálf­kjör­in sem nýr formaður Bjartr­ar framtíðar á aukaaðal­fundi flokks­ins sem hald­inn er á Hót­el Ca­bin í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Bjartrar framtíðar.

Var Björt ein í fram­boði til for­manns og var hún form­lega val­in sem formaður með lófa­taki rétt fyr­ir há­degi. Hefur flokkurinn verið formannslaus síðan Óttarr Proppé sagði af sér formennsku í flokknum þann 31. október síðastliðinn.

Á aukaaðalfundinum er einnig kosið um embætti stjórnarformanns flokksins og eru þrír í framboði, þau Nichole Leigh Mosty, Theo­dóra Sig­ur­laug Þor­steins­dótt­ir og Ágúst Már Garðars­son. Kosn­ing um stjórnarformann hófst ra­f­rænt klukk­an 12 og lýkur klukkan 15.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×