Innlent

Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í viðtali við Kosningasjónvarp Stöðvar 2 á kosninganótt.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í viðtali við Kosningasjónvarp Stöðvar 2 á kosninganótt. Vísir/Laufey
Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi og segir að hann geri þetta í ljósi nýafstaðinna þingkosninga þar sem flokkurinn beið afhroð og missti alla fjóra þingmenn sína.

„Fylgi flokksins í kosningunum kallar á naflaskoðun og endurskoðun, ekki endilega á pólitíkinni, heldur á uppbyggingu flokksins og hvernig við komum henni á framfæri. Þá er langbest og eðlilegt að aðrir leiði þá vinnu en ég sem hef verið mjög áberandi í starfi flokksins síðustu tvö ár,“ segir Óttarr í samtali við Vísi.

Hann segist ekki vera að hætta í Bjartri framtíð.

„Nei, alls ekki. Ég held fullri trú við þessa pólitík og hugsjónirnar. Ég er fullvissaðari ef eitthvað er, út frá fréttum og spekulasjónum í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar núna, að Björt framtíð á mikið erindi í íslenska pólitík áfram.“

Hér fyrir neðan má sjá færslu á Facebook-síðu Óttars sem hann setti inn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×